Ætla sér að færa valdið til almennings Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. ágúst 2015 07:45 Lýðræðismál voru í brennidepli á Aðalfundi Pírata sem fór fram í Iðnó um helgina. Fundarmenn hafa í raun sinnt málefnastarfinu í nokkurn tíma en öll málefnavinna fór fram á vef Pírata. Þannig gátu fleiri en bara fundargestir mótað stefnu flokksins. vísir/stefán „Píratar eru mótstöðuflokkur í eðli sínu,“ segir Ásta Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata. Hún mun taka þingsæti Jóns Þórs Ólafssonar þegar Alþingi kemur aftur saman í byrjun september. Hún segir að eðli Pírata hingað til hafi verið að bregðast hratt við aðgerðum ríkisstjórnarinnar hverju sinni en með auknum meðbyr gætu Píratar hugsanlega þurft að breyta starfsháttum. Hún sér fyrir sér að Píratar gætu tekið þátt í ríkisstjórn eftir Alþingiskosningar. Ásta er ánægð með fylgi Pírata en segir að þrátt fyrir bjartsýni þurfi að halda uppi raunhæfum væntingum.Ásta Guðrún Helgadóttir„Ég held að við getum gert ráð fyrir um 15 til 25 prósentum atkvæða í næstu kosningum.“ Í stjórnmálaflokki þar sem enginn formaður er til staðar er athygli fólks á málefnunum en ekki úlfúðinni í kringum formannskosningar. „Við Píratar erum í raun eins og ein stór fjölskylda. Í stað þess að deila um leiðir að markmiðinu erum við með mjög skýran fókus á markmiðið. Við erum mjög lausnamiðaður flokkur,“ segir Ásta. Flokkur sem berst fyrir því að færa valdið til fólksins fylgir eigin predikun en undirbúningur málefnastarfs Pírata fór fram í aðdraganda fundarins á vefnum. Allir skráðir Píratar áttu kost á að ræða og móta stefnuna fyrir fundinn og þrjár vinsælustu tillögurnar fengu að lokum meðferð fundarmanna aðalfundar. Lýðræðismálin voru ofarlega á baugi og raunar voru nær einungis lýðræðismál á dagskrá aðalfundar en þar trónaði ný stjórnarskrá efst. Þá samþykkti fundurinn tillögu um lýðræðiseflingu á öllum stjórnsýslustigum, eflingu á kosningaþátttöku ungs fólks og ályktun um móttöku flóttafólks. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
„Píratar eru mótstöðuflokkur í eðli sínu,“ segir Ásta Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata. Hún mun taka þingsæti Jóns Þórs Ólafssonar þegar Alþingi kemur aftur saman í byrjun september. Hún segir að eðli Pírata hingað til hafi verið að bregðast hratt við aðgerðum ríkisstjórnarinnar hverju sinni en með auknum meðbyr gætu Píratar hugsanlega þurft að breyta starfsháttum. Hún sér fyrir sér að Píratar gætu tekið þátt í ríkisstjórn eftir Alþingiskosningar. Ásta er ánægð með fylgi Pírata en segir að þrátt fyrir bjartsýni þurfi að halda uppi raunhæfum væntingum.Ásta Guðrún Helgadóttir„Ég held að við getum gert ráð fyrir um 15 til 25 prósentum atkvæða í næstu kosningum.“ Í stjórnmálaflokki þar sem enginn formaður er til staðar er athygli fólks á málefnunum en ekki úlfúðinni í kringum formannskosningar. „Við Píratar erum í raun eins og ein stór fjölskylda. Í stað þess að deila um leiðir að markmiðinu erum við með mjög skýran fókus á markmiðið. Við erum mjög lausnamiðaður flokkur,“ segir Ásta. Flokkur sem berst fyrir því að færa valdið til fólksins fylgir eigin predikun en undirbúningur málefnastarfs Pírata fór fram í aðdraganda fundarins á vefnum. Allir skráðir Píratar áttu kost á að ræða og móta stefnuna fyrir fundinn og þrjár vinsælustu tillögurnar fengu að lokum meðferð fundarmanna aðalfundar. Lýðræðismálin voru ofarlega á baugi og raunar voru nær einungis lýðræðismál á dagskrá aðalfundar en þar trónaði ný stjórnarskrá efst. Þá samþykkti fundurinn tillögu um lýðræðiseflingu á öllum stjórnsýslustigum, eflingu á kosningaþátttöku ungs fólks og ályktun um móttöku flóttafólks.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira