Gætum tekið við hundruðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. ágúst 2015 07:00 Sýrlenskur karlmaður heldur á særðu barni eftir árásir á Douma austur af Damaskur, höfuðborg Sýrlands. Fréttir herma að stjórnarherinn hafi ráðist á Douma, en svæðið er undir stjórn uppreisnarmanna. Þúsundir flóttamanna hafa að undanförnu reynt að flýja frá stríðshrjáðu Sýrlandi til Evrópu. Stjórnmálaleiðtogar víðast hvar í Evrópu virðast á einu máli um að það þarf að gera miklu meira til að hjálpa þeim. NordicPhotos/afp „Við getum mjög auðveldlega tekið á móti miklu fleira fólki en nú er áætlað. Það er þó ekki Rauða krossins að koma með tölu heldur er það stjórnvalda að ákveða því þetta er spurning um stefnu og skipulag,“ segir Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík, um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. Fjölmargir Íslendingar hafa kallað eftir því að ríkisstjórnin falli frá áformum sínum um að taka við fimmtíu flóttamönnum í ár og á næst ári. Sú tala eigi að vera hærri og jafnvel miklu hærri.Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík„Ég myndi hiklaust segja að ef við lítum á næstu tvö ár þá ættum við að taka á móti hundruðum, ekki eitt eða tvö hundruð, heldur miklu fleirum. Það er tala sem við ráðum mjög vel við.“ Sláandi myndir hafa birst síðustu daga af börnum sem fullorðnum, ýmist lifandi eða látnu, sem reyna að flýja ástand í heimalandi sínu til meginlands Evrópu til landa á borð við Grikkland og Makedóníu. Fólkið hættir lífi sínu í áhættusömum og ólöglegum fólksflutningum í von um betra líf. „Við höfum séð myndir af fólki sem er að kafna í vöruflutningabílum og af fólki sem er að drukkna í Miðjarðarhafinu. Það verður að hjálpa þessu fólki og við verðum að taka á móti þeim,“ segir Þórir sem fagnar því að sveitarfélög landsins skyldu bregðast vel við því að taka við fleiri flóttamönnum. Borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi fyrir tæplega fjórum og hálfu ári og bjuggu þá 20 milljónir manna í landinu. Tólf milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins um 250 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi hafa komist til landa Evrópusambandsins sem svara til aðeins um 2 prósenta þeirra sem þurft hafa að flýja heimili sín. Þórir leggur til að Íslendingar fari í þjóðarátak um gestrisni. „Við þurfum að gera þetta mjög vel og vanda okkur. Við viljum vera gestrisið fólk og eigum að gera allt sem við getum til þess að flóttafólki líði vel, hvort sem það er komið hingað tímabundið á meðan styrjöldin stendur yfir í Sýrlandi eða komið hingað til þess að setjast að.“ Þórir segir það vera mikilvægast að fólkið sem komi til Íslands komist í skjól fjarri styrjaldarsvæðum. „Um leið og fólkið er komið í skjól þarf það að finna fyrir því að það sé velkomið.“ Hann nefnir nokkur dæmi um það hvernig Íslendingar geti gert sitt af mörkum og hjálpast að við að flóttafólki líði vel. „Til dæmis geta Íslendingar gerst stuðningsfjölskyldur, tekið fólki fagnandi, boðið flóttafólki í mat eða bara brosað til fólks í strætó.“ Eygló Harðardóttir velferðarráðherra sagði ríkisstjórnina vera að fara yfir málið hvað varðar fjölda flóttamanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Hún sagðist ekki vilja segja hvort fyrrnefnd tala verði tífölduð eða tvöfölduð vegna þess að hún vildi ekki setja neitt hámark á fjölda þeirra sem við tökum við. Það velti allt á því hversu mikla aðstoð hinn almenni borgari í landinu er tilbúinn til að veita hópnum og ríkisvaldinu. Þá sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 um helgina að Ísland þyrfti að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu. Hann sagðist fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Þá sagði hann hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
„Við getum mjög auðveldlega tekið á móti miklu fleira fólki en nú er áætlað. Það er þó ekki Rauða krossins að koma með tölu heldur er það stjórnvalda að ákveða því þetta er spurning um stefnu og skipulag,“ segir Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík, um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. Fjölmargir Íslendingar hafa kallað eftir því að ríkisstjórnin falli frá áformum sínum um að taka við fimmtíu flóttamönnum í ár og á næst ári. Sú tala eigi að vera hærri og jafnvel miklu hærri.Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík„Ég myndi hiklaust segja að ef við lítum á næstu tvö ár þá ættum við að taka á móti hundruðum, ekki eitt eða tvö hundruð, heldur miklu fleirum. Það er tala sem við ráðum mjög vel við.“ Sláandi myndir hafa birst síðustu daga af börnum sem fullorðnum, ýmist lifandi eða látnu, sem reyna að flýja ástand í heimalandi sínu til meginlands Evrópu til landa á borð við Grikkland og Makedóníu. Fólkið hættir lífi sínu í áhættusömum og ólöglegum fólksflutningum í von um betra líf. „Við höfum séð myndir af fólki sem er að kafna í vöruflutningabílum og af fólki sem er að drukkna í Miðjarðarhafinu. Það verður að hjálpa þessu fólki og við verðum að taka á móti þeim,“ segir Þórir sem fagnar því að sveitarfélög landsins skyldu bregðast vel við því að taka við fleiri flóttamönnum. Borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi fyrir tæplega fjórum og hálfu ári og bjuggu þá 20 milljónir manna í landinu. Tólf milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins um 250 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi hafa komist til landa Evrópusambandsins sem svara til aðeins um 2 prósenta þeirra sem þurft hafa að flýja heimili sín. Þórir leggur til að Íslendingar fari í þjóðarátak um gestrisni. „Við þurfum að gera þetta mjög vel og vanda okkur. Við viljum vera gestrisið fólk og eigum að gera allt sem við getum til þess að flóttafólki líði vel, hvort sem það er komið hingað tímabundið á meðan styrjöldin stendur yfir í Sýrlandi eða komið hingað til þess að setjast að.“ Þórir segir það vera mikilvægast að fólkið sem komi til Íslands komist í skjól fjarri styrjaldarsvæðum. „Um leið og fólkið er komið í skjól þarf það að finna fyrir því að það sé velkomið.“ Hann nefnir nokkur dæmi um það hvernig Íslendingar geti gert sitt af mörkum og hjálpast að við að flóttafólki líði vel. „Til dæmis geta Íslendingar gerst stuðningsfjölskyldur, tekið fólki fagnandi, boðið flóttafólki í mat eða bara brosað til fólks í strætó.“ Eygló Harðardóttir velferðarráðherra sagði ríkisstjórnina vera að fara yfir málið hvað varðar fjölda flóttamanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Hún sagðist ekki vilja segja hvort fyrrnefnd tala verði tífölduð eða tvöfölduð vegna þess að hún vildi ekki setja neitt hámark á fjölda þeirra sem við tökum við. Það velti allt á því hversu mikla aðstoð hinn almenni borgari í landinu er tilbúinn til að veita hópnum og ríkisvaldinu. Þá sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 um helgina að Ísland þyrfti að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu. Hann sagðist fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Þá sagði hann hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira