Fótbolti

Roma vann Juventus | Tap hjá Emil og félögum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Roma fagna marki Pjanic.
Leikmenn Roma fagna marki Pjanic. vísir/getty
Átta leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag en þar ber helst að nefna frábæran sigur Roma, 2-1, gegn meisturunum í Juventus.

Miralem Pjanic og Edin Dzeko gerðu mörk Roma í leiknum en Juve missti tvö leikmenn útaf með rautt í leiknum, þá Patrice Evra og Rubinho. Juventus hefur tapað tveimur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu og útlitið svart hjá þeim svarthvítu.

Napoli og Sampdoria mættust á heimavelli Napoli og lauk leiknum með jafntefli, 2-2. Gonzalo Higuain fór mikinn í liði Napoli og skoraði tvö mörk. Eder gerði einnig tvö mörk í liði Sampdoria.

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona sem tapaði 2-0 fyrir Genoa en Emil varð að fara útaf eftir um tuttugu mínútna leik en líklega hefur hann meiðst. Spurning hvort það sé alvarlegt.

Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins í ítölsku deildinni:

Roma 2 - 1 Juventus

Atalanta 2 - 0 Frosinone

Carpi 1 - 2 Inter

Chievo Verona 4 - 0 Lazio

Genoa 2 - 0 Hellas Verona

Napoli 2 - 2 Sampdoria

Torino 3 - 1 Fiorentina

Udinese 0 - 1 Palermo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×