Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2015 09:09 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er einn af ákærðu í Marple-málinu. Vísir/GVA Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða þriðja málið þar sem fyrrverandi stjórnendur Kaupþings eru á sakamannabekk en tveir hinna ákærðu, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sitja nú í fangelsi fyrir Al Thani-málið. Þá hlau Hreiðar Már einnig dóm í héraði í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða fyrr á árinu. Sérstakur saksóknari ákærði fjóra í Marple-málinu, þau Hreiðar Má, Magnús, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldsson, eiganda félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun. Fjórmenningarnir eru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran í málinu grundvallast á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar eru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá er Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Í öðru lagi er um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný eru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni.Guðný Arna og Hreiðar Már eru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Skúli er ákærður fyrir hylmingu í þessum lið ákærunnar fyrir að halda eftir ólögmætum ávinningi af hinum meintu brotum. Í dag er áætlað að þrír sakborninga gefi skýrslu í málinu, þau Guðný, Hreiðar og Magnús. Áætlað er að aðalmeðferðin standi fram í næstu viku. Tengdar fréttir Skúli segist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar Var fyrst með réttarstöðu vitnis áður en hann fékk stöðu sakbornings. 8. desember 2014 12:56 Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02 Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða þriðja málið þar sem fyrrverandi stjórnendur Kaupþings eru á sakamannabekk en tveir hinna ákærðu, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sitja nú í fangelsi fyrir Al Thani-málið. Þá hlau Hreiðar Már einnig dóm í héraði í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða fyrr á árinu. Sérstakur saksóknari ákærði fjóra í Marple-málinu, þau Hreiðar Má, Magnús, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldsson, eiganda félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun. Fjórmenningarnir eru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran í málinu grundvallast á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar eru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá er Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Í öðru lagi er um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný eru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni.Guðný Arna og Hreiðar Már eru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Skúli er ákærður fyrir hylmingu í þessum lið ákærunnar fyrir að halda eftir ólögmætum ávinningi af hinum meintu brotum. Í dag er áætlað að þrír sakborninga gefi skýrslu í málinu, þau Guðný, Hreiðar og Magnús. Áætlað er að aðalmeðferðin standi fram í næstu viku.
Tengdar fréttir Skúli segist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar Var fyrst með réttarstöðu vitnis áður en hann fékk stöðu sakbornings. 8. desember 2014 12:56 Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02 Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Skúli segist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar Var fyrst með réttarstöðu vitnis áður en hann fékk stöðu sakbornings. 8. desember 2014 12:56
Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30
Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02
Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13
Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50