Fjöldinn allur var kominn saman til að fagna með strákunum okkar sem komust á stórmót í fyrsta sinn eftir jafnteflið í kvöld.
Stemningin var mögnuð eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.
Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld.
Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn.
Landsliðsþjálfarinn gerði hlé á viðtali til að hlusta á Tólfuna sem var enn að syngja.
"Eftir þennan leik þá er ekki hægt að vera sáttur með spilamennskuna, hún var ömurlegt en þetta afrek er alveg hreint ótrúlegt,“ segir Ragnar Sigurðsson, eftir að hafa tryggt sér á EM í knattspyrnu á næsta ári í Frakklandi.
Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum.
"Þetta er bara lygilegt ef maður á að segja alveg eins og er,“ segir Jón Daði Böðvarsson, leikmaður íslenska landsliðins, eftir leikinn gegn Kasakstan í kvöld. Ísland tryggði sér sæti á fyrsta stórmótið í sögu þjóðarinnar eftir 0-0 jafntefli.
"Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld.
Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla.