Meirihlutinn vill úr ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2015 07:00 David Cameron nordicphotos/afp Meirihluti breskra kjósenda vill að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Þetta sýnir ný könnun sem Mail on Sunday birti um helgina. Niðurstöður sýndu að ef atkvæði yrðu greidd núna myndi 51 prósent greiða atkvæði með því að Bretland færi úr Evrópusambandinu en 49 prósent myndu greiða atkvæði gegn því. Þessar niðurstöður ganga þvert gegn niðurstöðum fyrri kannana, sem hafa flestar sýnt að nokkur meirihluti Breta vill vera áfram í Evrópusambandinu. Í júlí sýndu niðurstöður skoðanakönnunar að 54 prósent væru fylgjandi því að Bretar væru áfram aðilar að Evrópusambandinu en 46 prósent væru andvíg því að Bretar væru áfram. Breska blaðið The Independent segir að stjórnmálamenn muni varast að lesa of mikið í niðurstöður einnar könnunar, sérstaklega þar sem munurinn sé svona lítill. En könnunin kunni þó að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá David Cameron forsætisráðherra. Forsætisráðherrann er þeirrar skoðunar að Bretland eigi að vera áfram aðili að Evrópusambandinu, en gera þurfi breytingar á sambandinu. Hann hafði hugsað sér að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram að ári. Atkvæðagreiðslan þarf að fara fram áður en 2017 er liðið. The Independent segir líka að niðurstöður könnunarinnar verði byr í seglin fyrir þá sem vilja koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu, þegar þingmenn koma saman eftir sumarleyfi í dag. The Mail on Sunday hefur tengt niðurstöður skoðanakönnunarinnar við flóttamannavandann og breytingar sem hafa verið gerðar á spurningunni sem borin er fyrir þátttakendur. Yfir 20 prósent þeirra sem vilja vera í Evrópusambandinu segja að þeir myndu hugsanlega breyta afstöðu sinni ef flóttamannavandinn versnar. Myndir sem birtust af hinum þriggja ára gamla Aylan Kurdi drukknuðum á strönd í Tyrklandi hafa aukið samúðina gagnvart Sýrlendingum á flótta. Engu að síður segja 29 prósent svarenda að Bretar eigi ekki að samþykkja neina flóttamenn frá Sýrlandi. Fimmtán prósent sögðust vilja leyfa 10 þúsund flóttamönnum að koma. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Meirihluti breskra kjósenda vill að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Þetta sýnir ný könnun sem Mail on Sunday birti um helgina. Niðurstöður sýndu að ef atkvæði yrðu greidd núna myndi 51 prósent greiða atkvæði með því að Bretland færi úr Evrópusambandinu en 49 prósent myndu greiða atkvæði gegn því. Þessar niðurstöður ganga þvert gegn niðurstöðum fyrri kannana, sem hafa flestar sýnt að nokkur meirihluti Breta vill vera áfram í Evrópusambandinu. Í júlí sýndu niðurstöður skoðanakönnunar að 54 prósent væru fylgjandi því að Bretar væru áfram aðilar að Evrópusambandinu en 46 prósent væru andvíg því að Bretar væru áfram. Breska blaðið The Independent segir að stjórnmálamenn muni varast að lesa of mikið í niðurstöður einnar könnunar, sérstaklega þar sem munurinn sé svona lítill. En könnunin kunni þó að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá David Cameron forsætisráðherra. Forsætisráðherrann er þeirrar skoðunar að Bretland eigi að vera áfram aðili að Evrópusambandinu, en gera þurfi breytingar á sambandinu. Hann hafði hugsað sér að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram að ári. Atkvæðagreiðslan þarf að fara fram áður en 2017 er liðið. The Independent segir líka að niðurstöður könnunarinnar verði byr í seglin fyrir þá sem vilja koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu, þegar þingmenn koma saman eftir sumarleyfi í dag. The Mail on Sunday hefur tengt niðurstöður skoðanakönnunarinnar við flóttamannavandann og breytingar sem hafa verið gerðar á spurningunni sem borin er fyrir þátttakendur. Yfir 20 prósent þeirra sem vilja vera í Evrópusambandinu segja að þeir myndu hugsanlega breyta afstöðu sinni ef flóttamannavandinn versnar. Myndir sem birtust af hinum þriggja ára gamla Aylan Kurdi drukknuðum á strönd í Tyrklandi hafa aukið samúðina gagnvart Sýrlendingum á flótta. Engu að síður segja 29 prósent svarenda að Bretar eigi ekki að samþykkja neina flóttamenn frá Sýrlandi. Fimmtán prósent sögðust vilja leyfa 10 þúsund flóttamönnum að koma.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira