Handbolti

Oddur fór á kostum í öruggum sigri Emsdetten

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Oddur í leik með Akureyri á sínum tíma.
Oddur í leik með Akureyri á sínum tíma. Vísir/Vilhelm
Oddur Gretarsson, hornamaður Emsdetten, fór á kostum í fimm marka sigri liðsins á Rimpar í þýsku 2. deildinni í handbolta í kvöld. Oddur var atkvæðamestur í liði Emsdetten með 10 mörk en fjögur þeirra komu af vítalínunni.

Emsdetten var með frumkvæðið í leiknum framan af og leiddi 15-12 í hálfleik en í seinni hálfleik var forskot liðsins aldrei í hættu. Fór munurinn mest upp í sex mörk um tíma áður en leiknum lauk með fimm marka sigri Emsdetten 33-28.

Oddur var atkvæðamestur í liði Emsdetten en Ernir Arnarson bætti við fjórum mörkum úr fimm skotum á meðan Anton Rúnarsson setti aðeins eitt mark úr tveimur skotum.

Með sigrinum skaust Emsdetten upp í 5. sæti þýsku 2. deildarinnar en flest lið deildarinnar eiga leik til góða á liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×