Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2015 14:30 Hjónabönd aðila af sama kyni voru gerð lögleg í Bandaríkjunum af Hæstarétti landsins í júní. Vísir/AFP Embættismaður í Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, þvertekur fyrir að veita aðilum af sama kyni giftingarleyfi. Þrátt fyrir að það sé lagaleg skylda hennar og dómstólar hafa skipað henni að gera slíkt, segir Kim Davis að hún muni ekki gera það. Hún á yfir höfði sér háar sektir eða jafnvel fangelsisdóm og hefur verið kölluð fyrir dómara á morgun. Fyrir um fjórum árum sat Davis á kirkjubekk og hlustaði á mann predika um fyrirgefningu og dýrð Guðs. Þá var hún, samkvæmt AP fréttaveitunni, ekki líkleg til að taka siðferðilega stöðu með heilagleika hjónabanda. Hún hafði skilið þrisvar sinnum og eignast tvö börn utan hjónabands. En þann morgun hét hún ævi sinni til þjónustu Guðs.Kim Davis stendur föst á sínu og neitar að vetia samkynja pörum giftingarleyfi.Nú neitar hún að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún hafði neitað að gera það upprunalega í byrjun sumars, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði hjónabönd aðila af sama kyni lögleg um landið allt. Nú hefur afstaða hennar einnig farið fyrir Hæstarétt og á mánudaginn úrskurðaði dómari að hún hefði ekki rétt á að neita aðilum um giftingarleyfi vegna trúarlegra skoðana sinna. Hún stendur þó enn fast á sínu. Lögmenn hennar lásu yfirlýsingu fyrir blaðamenn þar sem hún sagði að ákvörðun sín væri ekki léttvæg, heldur væri þetta spurning um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis.Hefur fengið lífshótanir Eiginmaður hennar, Joe Davis, ræddi við blaðamenn fyrir utan vinnustað hennar í gær. Hann lýsti sér sem „gömlum sveitadurgi“. Hann sagði síðustu mánuði hafa reynt á eiginkonu sína. Hún hefði fengið lífshótanir og einnig hefði verið hótað að kveikja í heimili þeirra. Hann benti á mótmælendur í regnbogalitum. „Þau vilja að við samþykkjum þeirra skoðanir, en vilja ekki samþykkja okkar trú og skoðanir.“ Á móti regnbogaklæddu mótmælendunum sem kölluðu: „Sinntu starfi þínu“ stóðu stuðningsmenn Davis, sem kölluðu: „Stattu á þínu“. Báðir hópar syngja kristin lög og bera skilti. Davis var kjörin í sína stöðu og fyrir starf sitt fær hún um 80 þúsund dali á ári, eða um tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að hún gæti mögulega farið í fangelsi fyrir mótmæli sín vilja lögmenn tveggja para ekki að svo verði. Þess í stað ætti að hún að fá háar sektir, þar sem hún fái laun fyrir starf sem hún sinnir ekki. Sjálf segir Davis að hún beri samkynhneigðum engan illvilja. „Fyrir mér er þetta ekki spurning um samkynhneigð. Þetta snýr að hjónabandi og orði Guðs.“ Tengdar fréttir Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Embættismaður í Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, þvertekur fyrir að veita aðilum af sama kyni giftingarleyfi. Þrátt fyrir að það sé lagaleg skylda hennar og dómstólar hafa skipað henni að gera slíkt, segir Kim Davis að hún muni ekki gera það. Hún á yfir höfði sér háar sektir eða jafnvel fangelsisdóm og hefur verið kölluð fyrir dómara á morgun. Fyrir um fjórum árum sat Davis á kirkjubekk og hlustaði á mann predika um fyrirgefningu og dýrð Guðs. Þá var hún, samkvæmt AP fréttaveitunni, ekki líkleg til að taka siðferðilega stöðu með heilagleika hjónabanda. Hún hafði skilið þrisvar sinnum og eignast tvö börn utan hjónabands. En þann morgun hét hún ævi sinni til þjónustu Guðs.Kim Davis stendur föst á sínu og neitar að vetia samkynja pörum giftingarleyfi.Nú neitar hún að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún hafði neitað að gera það upprunalega í byrjun sumars, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði hjónabönd aðila af sama kyni lögleg um landið allt. Nú hefur afstaða hennar einnig farið fyrir Hæstarétt og á mánudaginn úrskurðaði dómari að hún hefði ekki rétt á að neita aðilum um giftingarleyfi vegna trúarlegra skoðana sinna. Hún stendur þó enn fast á sínu. Lögmenn hennar lásu yfirlýsingu fyrir blaðamenn þar sem hún sagði að ákvörðun sín væri ekki léttvæg, heldur væri þetta spurning um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis.Hefur fengið lífshótanir Eiginmaður hennar, Joe Davis, ræddi við blaðamenn fyrir utan vinnustað hennar í gær. Hann lýsti sér sem „gömlum sveitadurgi“. Hann sagði síðustu mánuði hafa reynt á eiginkonu sína. Hún hefði fengið lífshótanir og einnig hefði verið hótað að kveikja í heimili þeirra. Hann benti á mótmælendur í regnbogalitum. „Þau vilja að við samþykkjum þeirra skoðanir, en vilja ekki samþykkja okkar trú og skoðanir.“ Á móti regnbogaklæddu mótmælendunum sem kölluðu: „Sinntu starfi þínu“ stóðu stuðningsmenn Davis, sem kölluðu: „Stattu á þínu“. Báðir hópar syngja kristin lög og bera skilti. Davis var kjörin í sína stöðu og fyrir starf sitt fær hún um 80 þúsund dali á ári, eða um tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að hún gæti mögulega farið í fangelsi fyrir mótmæli sín vilja lögmenn tveggja para ekki að svo verði. Þess í stað ætti að hún að fá háar sektir, þar sem hún fái laun fyrir starf sem hún sinnir ekki. Sjálf segir Davis að hún beri samkynhneigðum engan illvilja. „Fyrir mér er þetta ekki spurning um samkynhneigð. Þetta snýr að hjónabandi og orði Guðs.“
Tengdar fréttir Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57