Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2015 14:30 Hjónabönd aðila af sama kyni voru gerð lögleg í Bandaríkjunum af Hæstarétti landsins í júní. Vísir/AFP Embættismaður í Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, þvertekur fyrir að veita aðilum af sama kyni giftingarleyfi. Þrátt fyrir að það sé lagaleg skylda hennar og dómstólar hafa skipað henni að gera slíkt, segir Kim Davis að hún muni ekki gera það. Hún á yfir höfði sér háar sektir eða jafnvel fangelsisdóm og hefur verið kölluð fyrir dómara á morgun. Fyrir um fjórum árum sat Davis á kirkjubekk og hlustaði á mann predika um fyrirgefningu og dýrð Guðs. Þá var hún, samkvæmt AP fréttaveitunni, ekki líkleg til að taka siðferðilega stöðu með heilagleika hjónabanda. Hún hafði skilið þrisvar sinnum og eignast tvö börn utan hjónabands. En þann morgun hét hún ævi sinni til þjónustu Guðs.Kim Davis stendur föst á sínu og neitar að vetia samkynja pörum giftingarleyfi.Nú neitar hún að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún hafði neitað að gera það upprunalega í byrjun sumars, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði hjónabönd aðila af sama kyni lögleg um landið allt. Nú hefur afstaða hennar einnig farið fyrir Hæstarétt og á mánudaginn úrskurðaði dómari að hún hefði ekki rétt á að neita aðilum um giftingarleyfi vegna trúarlegra skoðana sinna. Hún stendur þó enn fast á sínu. Lögmenn hennar lásu yfirlýsingu fyrir blaðamenn þar sem hún sagði að ákvörðun sín væri ekki léttvæg, heldur væri þetta spurning um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis.Hefur fengið lífshótanir Eiginmaður hennar, Joe Davis, ræddi við blaðamenn fyrir utan vinnustað hennar í gær. Hann lýsti sér sem „gömlum sveitadurgi“. Hann sagði síðustu mánuði hafa reynt á eiginkonu sína. Hún hefði fengið lífshótanir og einnig hefði verið hótað að kveikja í heimili þeirra. Hann benti á mótmælendur í regnbogalitum. „Þau vilja að við samþykkjum þeirra skoðanir, en vilja ekki samþykkja okkar trú og skoðanir.“ Á móti regnbogaklæddu mótmælendunum sem kölluðu: „Sinntu starfi þínu“ stóðu stuðningsmenn Davis, sem kölluðu: „Stattu á þínu“. Báðir hópar syngja kristin lög og bera skilti. Davis var kjörin í sína stöðu og fyrir starf sitt fær hún um 80 þúsund dali á ári, eða um tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að hún gæti mögulega farið í fangelsi fyrir mótmæli sín vilja lögmenn tveggja para ekki að svo verði. Þess í stað ætti að hún að fá háar sektir, þar sem hún fái laun fyrir starf sem hún sinnir ekki. Sjálf segir Davis að hún beri samkynhneigðum engan illvilja. „Fyrir mér er þetta ekki spurning um samkynhneigð. Þetta snýr að hjónabandi og orði Guðs.“ Tengdar fréttir Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Embættismaður í Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, þvertekur fyrir að veita aðilum af sama kyni giftingarleyfi. Þrátt fyrir að það sé lagaleg skylda hennar og dómstólar hafa skipað henni að gera slíkt, segir Kim Davis að hún muni ekki gera það. Hún á yfir höfði sér háar sektir eða jafnvel fangelsisdóm og hefur verið kölluð fyrir dómara á morgun. Fyrir um fjórum árum sat Davis á kirkjubekk og hlustaði á mann predika um fyrirgefningu og dýrð Guðs. Þá var hún, samkvæmt AP fréttaveitunni, ekki líkleg til að taka siðferðilega stöðu með heilagleika hjónabanda. Hún hafði skilið þrisvar sinnum og eignast tvö börn utan hjónabands. En þann morgun hét hún ævi sinni til þjónustu Guðs.Kim Davis stendur föst á sínu og neitar að vetia samkynja pörum giftingarleyfi.Nú neitar hún að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún hafði neitað að gera það upprunalega í byrjun sumars, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði hjónabönd aðila af sama kyni lögleg um landið allt. Nú hefur afstaða hennar einnig farið fyrir Hæstarétt og á mánudaginn úrskurðaði dómari að hún hefði ekki rétt á að neita aðilum um giftingarleyfi vegna trúarlegra skoðana sinna. Hún stendur þó enn fast á sínu. Lögmenn hennar lásu yfirlýsingu fyrir blaðamenn þar sem hún sagði að ákvörðun sín væri ekki léttvæg, heldur væri þetta spurning um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis.Hefur fengið lífshótanir Eiginmaður hennar, Joe Davis, ræddi við blaðamenn fyrir utan vinnustað hennar í gær. Hann lýsti sér sem „gömlum sveitadurgi“. Hann sagði síðustu mánuði hafa reynt á eiginkonu sína. Hún hefði fengið lífshótanir og einnig hefði verið hótað að kveikja í heimili þeirra. Hann benti á mótmælendur í regnbogalitum. „Þau vilja að við samþykkjum þeirra skoðanir, en vilja ekki samþykkja okkar trú og skoðanir.“ Á móti regnbogaklæddu mótmælendunum sem kölluðu: „Sinntu starfi þínu“ stóðu stuðningsmenn Davis, sem kölluðu: „Stattu á þínu“. Báðir hópar syngja kristin lög og bera skilti. Davis var kjörin í sína stöðu og fyrir starf sitt fær hún um 80 þúsund dali á ári, eða um tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að hún gæti mögulega farið í fangelsi fyrir mótmæli sín vilja lögmenn tveggja para ekki að svo verði. Þess í stað ætti að hún að fá háar sektir, þar sem hún fái laun fyrir starf sem hún sinnir ekki. Sjálf segir Davis að hún beri samkynhneigðum engan illvilja. „Fyrir mér er þetta ekki spurning um samkynhneigð. Þetta snýr að hjónabandi og orði Guðs.“
Tengdar fréttir Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57