Handbolti

Jafntefli hjá Aroni og félögum í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í eldlínunni með íslenska landsliðinu.
Aron í eldlínunni með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm
Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém gerðu jafntefli, 27-27, gegn Wisla Plock í annari umferð Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Aron og félagar voru 13-11 yfir í hálfleik en leikið er í Póllandi. Heimamenn náðu í stig, en eins og áður segir urðu lokatölur 27-27.

Aron Pálmarsson gerði eitt mark fyrir gestina úr tveimur skotum, en markahæstur var Slóveninn Gasper Marguc með sex mörk.

Hjá heimamönnum í Wisla var það Tiago Rocha frá Portúgal sem var magnaður. Hann skoraði níu mörk úr níu skotum.

Þetta var fyrsti leikur beggja í riðlinum og eru því þau með sitthvort stigið eftir fyrstu umferðina, en alls eru liðin átta í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×