Handbolti

Ólafur frá keppni næstu vikurnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur er á sínu öðru tímabili með Hannover-Burgdorf.
Ólafur er á sínu öðru tímabili með Hannover-Burgdorf. vísir/stefán
Ólafur Guðmundsson, leikmaður Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, missir af næstu leikjum liðsins vegna meiðsla.

Ólafur sleit liðband í ökkla á æfingu og verður frá keppni í a.m.k. 4-6 vikur. Þetta er áfall fyrir Hannover en fyrirliði liðsins, Torge Johannsen, er einnig á sjúkralistanum vegna hnémeiðsla en búist er við því að hann verði frá í sex mánuði.

Ólafur er á sínu öðru tímabili hjá Hannover en hann kom til liðsins frá Kristianstad í Svíþjóð sumarið 2014. Ólafur hefur einnig leikið með AG Köbenhavn og Nordsjælland-Håndbold í Danmörku, auk uppeldisfélagsins FH sem hann varð Íslandsmeistari með vorið 2011.

Hannover er í 11. sæti þýsku deildarinnar með fjögur stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×