Erlent

Handtekinn grunaður um að hafa skipulagt morð 43 nemenda

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Lögreglan í Mexíkó handtók í gær leiðtoga eiturlyfjagengis sem grunaður er um að hafa átt þátt í hvarfi nemendanna fjörutíu og þriggja þar í landi á síðasta ári. Hann hafði verið eftirlýstur um nokkurt skeið en náðist loks í Taxco í Gurrero-héraði í gær.

Alls hafa 111 verið handteknir vegna málsins. Yfirvöld telja að spillt lögregla hafi handtekið nemendurna og komið þeim til Gurreros Unidos eiturlyfjagengisins. Gengið hafi talið nemana meðlimi óvinveitts gengis og því myrt þá og losað sig við líkin á ruslahaugum, með því að kveikja í þeim. Það er þó enn óstaðfest og einungis hafa fundist jarðneskar leifar eins nemanda, en bera tókst kennsl á lík hans í desember í fyrra.


Tengdar fréttir

Fjöldagröf fannst í Mexíkó

Talið er að þar sé að finna lík 43 nemenda sem hurfu síðustu 27. september síðastliðinn eftir að lögregla réðist að þeim.

Báru kennsl á bein eins nemanda

Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×