Erlent

Fimmtán látnir eftir flóð í Utah

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þrír fundust látnir í Zion þjóðgarðinum í Utah, sem er vinsæll ferðamannastaður.
Þrír fundust látnir í Zion þjóðgarðinum í Utah, sem er vinsæll ferðamannastaður. vísir/AFP
Yfirvöld í  Utah  hafa staðfest að fimmtán hafi látist í flóðum sem hrifsuðu meðal annars með sér tvo bíla í ríkinu í gær.

Þrír fundust látnir í 
Zion  þjóðgarðinum þar sem þeir höfðu verið gripnir af flóðinu sem streymdi hratt um gljúfrin í garðinum. Fjögurra annarra er saknað. 

Zion  garðurinn er um 32 kílómetrum norður af bænum  Hildale , þar sem 12 létu lífið í flóðunum á mánudag. Enn er eins saknað í bænum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×