Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. september 2015 10:00 Árni Kjartansson öryggisvörður á Hlemmi harmar framkomu við starfsfólk á torginu. vísir/stefán Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. Þau vísa einnig á bug gagnrýni sem kom fram í Fréttablaðinu í gær um að ferðamönnum sé ekki veitt góð þjónusta á Hlemmi. Árni segir blendnar tilfinningar fylgja því að Hlemmi verður lokað. „Við vitum voða lítið sem störfum hér. Það er illa staðið að þessu og mér finnst illa komið fram við það fólk sem hefur starfað hér í tugi ára. Sonja Sigurjónsdóttir hefur starfað við farmiðasölu á Hlemmi í 15 ár. Hún er orðin sjötíu og tveggja ára og þekkir hvern krók og kima sem strætisvagnar aka á landinu. Hún er snör í snúningum og hnyttin í tilsvörum. Bandarísk hjón vilja kaupa miða með strætó að Esjunni. Fram og til baka? Þið viljið ekki vera þar að eilífu? spyr Sonja og býður þeim góða skemmtun. „Þótt hlutverk mitt sé að selja farmiða þá get ég ekki annað en veitt þessa þjónustu líka. Það er rangt að fólk fái ekki góða þjónustu hér, ég er stundum að aðstoða sama ferðalanginn í meira en tíu mínútur. Á meðan bíða ef til vill aðrir eftir því að kaupa farmiða.“ Sonja ætlar að hætta störfum þegar Hlemmur lokar. Hún segist munu sakna starfsins, hún geti vel hugsað sér að starfa á Hlemmi lengur. Til þess hafi hún orku. „Það sem er svo heillandi við að vera hér er að það er enginn dagur eins á Hlemmi, það fer eftir fólkinu, hvort það er í góðu eða slæmu skapi.“ Sigríður Harðardóttir mannauðsstjóri Strætó segir ástæðu uppsagna eingöngu vera endurbætur á Hlemmi. „Burt séð frá því hvort um er að ræða starfsmenn Strætó eða annarra rekstraraðila á Hlemmi þá er staðan sú að Reykjavíkurborg, sem er eigandi húsnæðisins á Hlemmi, er að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og vill breyta rekstarfyrirkomulaginu þar. Þeim aðilum sem hafa verið með rekstur á Hlemmi var því sagt upp samningum í apríl sl. með 6 mánaða uppsagnarfresti,“ segir Sigríður. „Starfsfólki Strætó sem starfar við miðasölu og húsvörslu var þar af leiðandi sagt upp störfum með þeim uppsagnarfresti sem kveður á í kjarasamningum. Þá hefur þeim verið boðin önnur störf innan fyrirtækisins.“ Hér fyrir ofan má sjá myndband af stemningunni á Hlemmi eins og hún var um miðjan dag í gær. Tengdar fréttir Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. Þau vísa einnig á bug gagnrýni sem kom fram í Fréttablaðinu í gær um að ferðamönnum sé ekki veitt góð þjónusta á Hlemmi. Árni segir blendnar tilfinningar fylgja því að Hlemmi verður lokað. „Við vitum voða lítið sem störfum hér. Það er illa staðið að þessu og mér finnst illa komið fram við það fólk sem hefur starfað hér í tugi ára. Sonja Sigurjónsdóttir hefur starfað við farmiðasölu á Hlemmi í 15 ár. Hún er orðin sjötíu og tveggja ára og þekkir hvern krók og kima sem strætisvagnar aka á landinu. Hún er snör í snúningum og hnyttin í tilsvörum. Bandarísk hjón vilja kaupa miða með strætó að Esjunni. Fram og til baka? Þið viljið ekki vera þar að eilífu? spyr Sonja og býður þeim góða skemmtun. „Þótt hlutverk mitt sé að selja farmiða þá get ég ekki annað en veitt þessa þjónustu líka. Það er rangt að fólk fái ekki góða þjónustu hér, ég er stundum að aðstoða sama ferðalanginn í meira en tíu mínútur. Á meðan bíða ef til vill aðrir eftir því að kaupa farmiða.“ Sonja ætlar að hætta störfum þegar Hlemmur lokar. Hún segist munu sakna starfsins, hún geti vel hugsað sér að starfa á Hlemmi lengur. Til þess hafi hún orku. „Það sem er svo heillandi við að vera hér er að það er enginn dagur eins á Hlemmi, það fer eftir fólkinu, hvort það er í góðu eða slæmu skapi.“ Sigríður Harðardóttir mannauðsstjóri Strætó segir ástæðu uppsagna eingöngu vera endurbætur á Hlemmi. „Burt séð frá því hvort um er að ræða starfsmenn Strætó eða annarra rekstraraðila á Hlemmi þá er staðan sú að Reykjavíkurborg, sem er eigandi húsnæðisins á Hlemmi, er að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og vill breyta rekstarfyrirkomulaginu þar. Þeim aðilum sem hafa verið með rekstur á Hlemmi var því sagt upp samningum í apríl sl. með 6 mánaða uppsagnarfresti,“ segir Sigríður. „Starfsfólki Strætó sem starfar við miðasölu og húsvörslu var þar af leiðandi sagt upp störfum með þeim uppsagnarfresti sem kveður á í kjarasamningum. Þá hefur þeim verið boðin önnur störf innan fyrirtækisins.“ Hér fyrir ofan má sjá myndband af stemningunni á Hlemmi eins og hún var um miðjan dag í gær.
Tengdar fréttir Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00