Isavia hagnast um hálfan milljarð Sæunn Gísladóttir skrifar 15. september 2015 17:05 Starfsemi Isavia á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar á fyrri árshelmingi. Vísir/Stefán Karlsson Heildarafkoma Isavia á fyrri árshelmingi var jákvæð um 540 milljónir króna samanborið við 836 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári. Þessa lækkun má að fullu rekja til gengisáhrifa af erlendum fjáreignum og skuldum segir í tilkynningu. Rekstrarafkoma Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2015 var jákvæð um 1.247 milljónir króna og jókst um ríflega 20% á milli ára. Rekstrartekjur námu 11.454 milljónum króna sem er 1.526 milljóna króna aukning samanborið við sama tímabil á síðasta ári eða ríflega 13%. „Isavia samstæðan samanstendur af rekstri Keflavíkurflugvallar, Fríhafnarinnar, innanlandsflugvallakerfis og starfsemi í flugleiðsöguþjónustu. Rekstrarafkoma allra þessara þátta var betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og má rekja þann árangur m.a. til aukinnar flugumferðar og fjölgunar farþega sem fara um flugvelli landsins,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og bætir við: „Viðfangsefni komandi missera eru að tryggja að vöxtur félagsins verið áfram arðsamur og teknar verði skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að fjárfestingu í aukinni afkastagetu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Mikil farþegaaukning umfram áætlanir Isavia og flugrekenda skapaði álag á starfsfólk okkar sem stóð vaktina af miklum myndarskap og sá til þess að áhrifin á farþega yrðu sem minnst.“Flugumferð og farþegum fjölgar áframFlugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið jókst fyrstu sex mánuði ársins um 11% og flugumferð til og frá Íslandi jókst um 12%. Þá tók Isavia nýverið að sér stjórn flugumferðar á flugvellinum í Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði). Kangerlussuaq er eini flugvöllurinn á Grænlandi sem er með flugumferðarstjórn og fer mikill meirihluti millilandsflugs um flugvöllinn. Á fyrstu sex mánuðum ársins fóru ríflega tvær milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll sem er um 25% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er sami fjöldi og fór um flugvöllinn allt árið 2010 þegar Isavia var stofnað. Gert er ráð fyrir því að fjöldi farþega árið 2015 verði um 4,8 milljónir talsins og áætlanir félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári.Keflavíkurflugvöllur skilar 70% teknaStarfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar fyrir tímabilið og af 3.787 milljóna króna fjárfestingum í varanlegum rekstrarfjármunum tengjast um 87% uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það er ljóst að ef áætlanir um áframhaldandi vöxt farþega ganga eftir þá mun hlutfall Keflavíkurflugvallar í rekstri og efnahag Isavia halda áfram að vaxa hratt. Nauðsynlegt er að leggja í miklar fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á komandi mánuðum svo afkastageta vallarins verði í takt við áætlanir notenda um fjölda farþega næsta sumar. Rekstur Keflavíkurflugvallar hefur mörg síðustu árin verið sjálfbær og áætlanir félagsins gera ráð fyrir að vöxturinn sem framundan er geti staðið undir sér með áframhaldandi ráðdeild í rekstri og skynsamlegri nýtingu fjármagns. Sú uppbygging sem nauðsynleg er á Keflavíkurflugvelli næstu árin verður ekki eingöngu fjármögnuð úr rekstri svo ljóst er að Isavia mun þurfa að sækja sér fjármagn til þeirrar uppbyggingar sem framundan er. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að afkoma Keflavíkurflugvallar verði áfram nýtt til áframhaldandi fjárfestinga á flugvellinum. Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Heildarafkoma Isavia á fyrri árshelmingi var jákvæð um 540 milljónir króna samanborið við 836 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári. Þessa lækkun má að fullu rekja til gengisáhrifa af erlendum fjáreignum og skuldum segir í tilkynningu. Rekstrarafkoma Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2015 var jákvæð um 1.247 milljónir króna og jókst um ríflega 20% á milli ára. Rekstrartekjur námu 11.454 milljónum króna sem er 1.526 milljóna króna aukning samanborið við sama tímabil á síðasta ári eða ríflega 13%. „Isavia samstæðan samanstendur af rekstri Keflavíkurflugvallar, Fríhafnarinnar, innanlandsflugvallakerfis og starfsemi í flugleiðsöguþjónustu. Rekstrarafkoma allra þessara þátta var betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og má rekja þann árangur m.a. til aukinnar flugumferðar og fjölgunar farþega sem fara um flugvelli landsins,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og bætir við: „Viðfangsefni komandi missera eru að tryggja að vöxtur félagsins verið áfram arðsamur og teknar verði skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að fjárfestingu í aukinni afkastagetu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Mikil farþegaaukning umfram áætlanir Isavia og flugrekenda skapaði álag á starfsfólk okkar sem stóð vaktina af miklum myndarskap og sá til þess að áhrifin á farþega yrðu sem minnst.“Flugumferð og farþegum fjölgar áframFlugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið jókst fyrstu sex mánuði ársins um 11% og flugumferð til og frá Íslandi jókst um 12%. Þá tók Isavia nýverið að sér stjórn flugumferðar á flugvellinum í Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði). Kangerlussuaq er eini flugvöllurinn á Grænlandi sem er með flugumferðarstjórn og fer mikill meirihluti millilandsflugs um flugvöllinn. Á fyrstu sex mánuðum ársins fóru ríflega tvær milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll sem er um 25% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er sami fjöldi og fór um flugvöllinn allt árið 2010 þegar Isavia var stofnað. Gert er ráð fyrir því að fjöldi farþega árið 2015 verði um 4,8 milljónir talsins og áætlanir félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári.Keflavíkurflugvöllur skilar 70% teknaStarfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar fyrir tímabilið og af 3.787 milljóna króna fjárfestingum í varanlegum rekstrarfjármunum tengjast um 87% uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það er ljóst að ef áætlanir um áframhaldandi vöxt farþega ganga eftir þá mun hlutfall Keflavíkurflugvallar í rekstri og efnahag Isavia halda áfram að vaxa hratt. Nauðsynlegt er að leggja í miklar fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á komandi mánuðum svo afkastageta vallarins verði í takt við áætlanir notenda um fjölda farþega næsta sumar. Rekstur Keflavíkurflugvallar hefur mörg síðustu árin verið sjálfbær og áætlanir félagsins gera ráð fyrir að vöxturinn sem framundan er geti staðið undir sér með áframhaldandi ráðdeild í rekstri og skynsamlegri nýtingu fjármagns. Sú uppbygging sem nauðsynleg er á Keflavíkurflugvelli næstu árin verður ekki eingöngu fjármögnuð úr rekstri svo ljóst er að Isavia mun þurfa að sækja sér fjármagn til þeirrar uppbyggingar sem framundan er. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að afkoma Keflavíkurflugvallar verði áfram nýtt til áframhaldandi fjárfestinga á flugvellinum.
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira