Erlent

Kjarnaofn í Norður-Kóreu virkjaður að nýju

Atli Ísleifsson skrifar
Kjarnaofninn hefur séð Norður-Kóreumönnum fyrir plútóni.
Kjarnaofninn hefur séð Norður-Kóreumönnum fyrir plútóni. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa staðfest að helsti kjarnaofn landsins í Yongbyon hafi verið virkjaður að nýju og að ríkið hafi bætt kjarnavopnabúr landsins.

Kjarnaofninum í Yongbyon var lokað árið 2007 en norður-kóresk stjórnvöld hétu því að endurræsa hann árið 2013 í kjölfar kjarnorkutilrauna landsins og mikillar spennu á Kóreuskaga.

Kjarnaofninn hefur séð Norður-Kóreumönnum fyrir plútóni, en í frétt BBC kemur fram að sérfræðingar telji framleiðsluna geta skilað einni kjarnorkusprengju á ári.

Þetta er fyrsta opinbera staðfestingin á því að Norður-Kóreumenn hafi ræst Yongbyon að nýju, þó að gervihnattamyndir Bandaríkjahers hafi sýnt fram á aukna starfsemi á staðnum síðustu mánuði.

Stjórnvöld í Pyongyang hafa áður greint frá því að eldflaug með kjarnaoddi sé tilbúin flugtaks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×