Fótbolti

Guðlaugur Victor skoraði í fyrsta leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson vísir/getty
Landsliðsmennirnir Hallgrímur Jónasson og Ari Freyr Skúlason voru að vanda í byrjunarliði OB þegar liðið tapaði fyrir Esbjerg á útivelli, 4-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Esbjerg í kvöld.

Esbjerg gekk frá leiknum á fyrstu 36 mínútum leiksins, en liðið skoraði öll fjögur mörkin sín á þeim kafla. Það fyrsta skoruðu heimamenn strax á fyrstu mínútu. Victor hóf ferilinn frábærlega með Esbjerg og skoraði þriðja mark liðsins.

Geistirnir klóruðu í bakkann með tveimur mörkum í seinni hálfleik en lengra komust í þeir ekki.

OB er í áttunda sæti í Danmörku með tíu stig eftir átta umferðir, en Esbjerg er tveimur sætum neðar með stigi minna. OB er aðeins búið að vinna einn af síðustu fimm leikjum sínum.

Önnur Íslendingatvenna; Jón Guðni Fjóluson og Rúnar Már Sigurjónsson, leikmenn Sundsvall í Svíþjóð, þurftu einnig að sætta sig við tap í kvöld.

Sundsvall tapaði heima, 1-0, geg Åtvidaberg, en sigurmarkið skoruðu gestirnir á 77. mínútu. Rúnar Már og Jón Guðni voru báðir í byrjunarliðinu.

Sundsvall er með 26 stig þegar sjö umferðir eru eftir, sjö stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×