Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2015 18:50 Kim Davis mætti til vinnu í morgun ásamt syni sínum. Þar ræddi hún við blaðamenn. Vísir/AFP Sýsluritarinn Kim Davis er nú snúin aftur til starfa eftir að hafa setið í fangelsi í fimm daga. Hún var dæmd í fangelsi eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Undirmenn hennar hafa veitt leyfin á meðan hún sat inni og hún segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu leyfanna. Hún segir þó einnig að hún muni ekki setja nafn sitt á leyfin og segir þau vera ógild. Starfsmenn hennar í Rowan sýslu í Kentucky fengu þá skipun frá dómaranum sem sendi Davis í fangelsi að annað hvort myndu þau veita leyfin, eða fylgja henni. Davis ræddi við blaðamenn í dag og sagði tilmæli dómarans hafa neytt sig til „að óhlýðnast guði“. Samkvæmt AP fréttaveitunni var tveimur konum veitt giftingarleyfi í morgun. Starfsmaður Davis, Brian Mason, afgreiddi þær Shannon Wampler og Carmen Collins, en á meðan hann gerði það kölluðu stuðningsmenn Davis á hann. Einn mótmælendanna veifaði biblíu og kallaði: „Ekki láta Kim hafa setið inni í fimm daga til einskis.“ Davis sjálf varð að nokkurs konar hetju íhaldssamra kristinna eftir að hún hætti að veita giftingarleyfi eftir úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna um lögleiðingu hjónabands samkynja aðila. Mótmælendur frá báðum fylkingum, forsetaframbjóðendur og fjölmiðlar frá öllum hornum landsins hafa fylgst með máli hennar. Yfirlýsingu Davis má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57 Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08 Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30 Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Sýsluritarinn Kim Davis er nú snúin aftur til starfa eftir að hafa setið í fangelsi í fimm daga. Hún var dæmd í fangelsi eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Undirmenn hennar hafa veitt leyfin á meðan hún sat inni og hún segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu leyfanna. Hún segir þó einnig að hún muni ekki setja nafn sitt á leyfin og segir þau vera ógild. Starfsmenn hennar í Rowan sýslu í Kentucky fengu þá skipun frá dómaranum sem sendi Davis í fangelsi að annað hvort myndu þau veita leyfin, eða fylgja henni. Davis ræddi við blaðamenn í dag og sagði tilmæli dómarans hafa neytt sig til „að óhlýðnast guði“. Samkvæmt AP fréttaveitunni var tveimur konum veitt giftingarleyfi í morgun. Starfsmaður Davis, Brian Mason, afgreiddi þær Shannon Wampler og Carmen Collins, en á meðan hann gerði það kölluðu stuðningsmenn Davis á hann. Einn mótmælendanna veifaði biblíu og kallaði: „Ekki láta Kim hafa setið inni í fimm daga til einskis.“ Davis sjálf varð að nokkurs konar hetju íhaldssamra kristinna eftir að hún hætti að veita giftingarleyfi eftir úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna um lögleiðingu hjónabands samkynja aðila. Mótmælendur frá báðum fylkingum, forsetaframbjóðendur og fjölmiðlar frá öllum hornum landsins hafa fylgst með máli hennar. Yfirlýsingu Davis má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57 Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08 Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30 Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57
Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08
Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30
Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57