Erlent

Konur í meirihluta í skuggaráðuneyti Jeremy Corbyn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Corbyn bar sigur úr býtum í kosningum innan Verkamannaflokksins á laugardag.
Corbyn bar sigur úr býtum í kosningum innan Verkamannaflokksins á laugardag. Vísir/EPA
Jeremy Corbyn, nýr leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi hefur skipað í skuggaráðuneyti sitt. Í fyrsta sinn eru konur í meirihluta auk þess sem að í fyrsta sinn hefur sérstakur skuggaráðherra geðheilsumála verið skipaður.

Hefð er fyrir því að leiðtogar stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu á breska þinginu skipi þingmenn í stöður andspænis ráðherrum ríkisstjórnarinnar, svokallað skuggaráðuneyti.

Alls eru 32 flokksmenn Verkamannaflokksins í skuggaráðuneyti Corbyn, 17 konur og 15 karlar. John McDonnell mun gegna embætti skuggafjármálaráðherra, Andy Burnham, sem Corbyn sigraði í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins mun gegna embætti skuggaráðherra innanríkismála og Hillary Benn mun gegna embætti skuggaráðherra utanríkismála. Heidi Alexander mun vera skuggaráðherra heilbrigðismála og Luciana Berger mun gegna hlutverki skuggaráðherra geðheilsu sem er ný staða. Maria Eagle verður skuggaráðherra varnarmála.

Staðið hefur styr um kjör Corbyn sem leiðtoga Verkamannaflokksins en kosning hans þykir færa flokkinn meira til vinstri en áður. David Cameron tók einnig nokkuð djúpt í árina þegar úrslit leiðtogakjörs Verkamannaflokksins voru ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×