Erlent

Ný stjórn mynduð í Færeyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Jafnaðarmannaflokkurinn, Tjóðveldi og Framsókn munu skrifa undir stjórnarsáttmála í Þórshöfn í Færeyjum síðar í dag.
Jafnaðarmannaflokkurinn, Tjóðveldi og Framsókn munu skrifa undir stjórnarsáttmála í Þórshöfn í Færeyjum síðar í dag. Vísir/GVA
Leiðtogar Jafnaðarmannaflokksins, Tjóðveldi og Framsókn munu skrifa undir stjórnarsáttmála í Þórshöfn í Færeyjum síðar í dag.

Þetta kemur fram í frétt Kringvarpsins.

Fulltrúar flokkanna hafa átt í viðræðum um stjórnarmyndun síðustu tvær vikurnar og hafa nú komið sér saman um hvernig Færeyjum skuli stýrt næstu fjögur árin.

Fyrsti fundur nýs þings verður sett á morgun. Þar verður lagt til að Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, verði skipaður nýr lögmaður Færeyja.

Ný stjórn verður umtalsvert vinstrisinnaðri en sú sem nú lætur af völdum. Líklegt er talið að ný stjórn muni lögleiða hjónaband samkynhneigðra, auk þess að aukinn kraftur verði mögulega lagður í sjálfstæðisbaráttuna.


Tengdar fréttir

Víðsýnin við völd í Færeyjum

Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×