Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Að meðaltali hringir einn leigjandi á dag í Leigjendasamtökin vegna vandamála með svepp og raka. vísir/andri marinó Gerði Harðardóttur var eindregið ráðlagt að leigja út íbúð sína eða selja hana, jafnvel án þess að taka fram að í henni hefði verið heilsuspillandi myglusveppur. Hún segir að reynsla hennar sýni vel að myglusveppur og veikindi vegna hans séu ekki tekin nógu alvarlega og óskar eftir yfirvegaðri og málefnalegri umræðu.Í Fréttablaðinu á föstudag var fjallað um leigutaka sem lenda í vandræðum vegna myglusvepps og leigusala sem segja ekki frá sveppnum við útleigu. Atvikin eru fjölmörg og segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, um það bil eitt símtal koma á dag vegna svepps, raka og heilsufarsvandamála vegna bágs ástands á leiguhúsnæði. „Varlega áætlað hafa um hundrað mál komið upp frá áramótum og um einn af hverjum tíu bregst við og stendur á rétti sínum,“ segir Hólmsteinn. Reynsla Gerðar sýnir málin frá hlið leigusalans en hún þurfti að flytja út úr íbúð sinni vegna alvarlegra veikinda af völdum myglusvepps. Í kjölfar þess kom það Gerði á óvart hve lítil þekking er á þessum málum, en henni var ítrekað ráðlagt að leigja íbúðina út, þótt ekki væri búið að fastákveða framkvæmdir við sameignina, hvað þá ljúka þeim, en hún segir algjört grunnatriði að koma í veg fyrir upptök raka og myglu ef ekki eigi illa að fara.Hólmsteinn Brekkan„Jafnvel þótt það sé ekki sjálfgefið að maður veikist í húsnæði með myglusvepp þá gat ég ekki hugsað mér að setja heilsu og innbú fólks í hættu,“ segir Gerður. Íbúðin fór ekki í leigu fyrr en búið var að brjóta úr veggjum, hreinsa og framkvæmdir komnar langt á veg og hún var fullvissuð um það af fagaðilum að það væri óhætt. Gerður segir mörgum hafa fundist sjálfsagt að hún seldi eða leigði íbúðina út, án þess að láta væntanlega íbúa vita um að þar hefðu komið upp vandamál tengd raka og myglu.Gerður Harðardóttir, leigusali„Það kom bara aldrei nokkurn tímann til greina af minni hálfu að vera ekki hreinskilin varðandi þetta við mína leigjendur, ef eitthvað var þótti ég ofursamviskusöm varðandi þetta atriði. Ég lét setja sérstakt ákvæði í leigusamninginn en þar segir: Ef leigjendur finna fyrir heilsutengdum óþægindum í íbúðinni verður aðeins um mánaðar uppsagnarfrest að ræða. Mér er sagt að þetta sé nær algjört einsdæmi meðal leigusala en ég vil benda á þennan möguleika. Ég held að það hljóti að vera farsælast fyrir alla að lokum. Maður vill að fasteignin sín sé í lagi, þetta er aleiga manns,“ segir Gerður og bendir líka á að leigusala beri að halda húsnæðinu í íbúðarhæfu ástandi samkvæmt lögum. Ef leigusalar bregðast þeirri skyldu geta þeir fengið á sig málsókn og verið bótaskyldir. Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Gerði Harðardóttur var eindregið ráðlagt að leigja út íbúð sína eða selja hana, jafnvel án þess að taka fram að í henni hefði verið heilsuspillandi myglusveppur. Hún segir að reynsla hennar sýni vel að myglusveppur og veikindi vegna hans séu ekki tekin nógu alvarlega og óskar eftir yfirvegaðri og málefnalegri umræðu.Í Fréttablaðinu á föstudag var fjallað um leigutaka sem lenda í vandræðum vegna myglusvepps og leigusala sem segja ekki frá sveppnum við útleigu. Atvikin eru fjölmörg og segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, um það bil eitt símtal koma á dag vegna svepps, raka og heilsufarsvandamála vegna bágs ástands á leiguhúsnæði. „Varlega áætlað hafa um hundrað mál komið upp frá áramótum og um einn af hverjum tíu bregst við og stendur á rétti sínum,“ segir Hólmsteinn. Reynsla Gerðar sýnir málin frá hlið leigusalans en hún þurfti að flytja út úr íbúð sinni vegna alvarlegra veikinda af völdum myglusvepps. Í kjölfar þess kom það Gerði á óvart hve lítil þekking er á þessum málum, en henni var ítrekað ráðlagt að leigja íbúðina út, þótt ekki væri búið að fastákveða framkvæmdir við sameignina, hvað þá ljúka þeim, en hún segir algjört grunnatriði að koma í veg fyrir upptök raka og myglu ef ekki eigi illa að fara.Hólmsteinn Brekkan„Jafnvel þótt það sé ekki sjálfgefið að maður veikist í húsnæði með myglusvepp þá gat ég ekki hugsað mér að setja heilsu og innbú fólks í hættu,“ segir Gerður. Íbúðin fór ekki í leigu fyrr en búið var að brjóta úr veggjum, hreinsa og framkvæmdir komnar langt á veg og hún var fullvissuð um það af fagaðilum að það væri óhætt. Gerður segir mörgum hafa fundist sjálfsagt að hún seldi eða leigði íbúðina út, án þess að láta væntanlega íbúa vita um að þar hefðu komið upp vandamál tengd raka og myglu.Gerður Harðardóttir, leigusali„Það kom bara aldrei nokkurn tímann til greina af minni hálfu að vera ekki hreinskilin varðandi þetta við mína leigjendur, ef eitthvað var þótti ég ofursamviskusöm varðandi þetta atriði. Ég lét setja sérstakt ákvæði í leigusamninginn en þar segir: Ef leigjendur finna fyrir heilsutengdum óþægindum í íbúðinni verður aðeins um mánaðar uppsagnarfrest að ræða. Mér er sagt að þetta sé nær algjört einsdæmi meðal leigusala en ég vil benda á þennan möguleika. Ég held að það hljóti að vera farsælast fyrir alla að lokum. Maður vill að fasteignin sín sé í lagi, þetta er aleiga manns,“ segir Gerður og bendir líka á að leigusala beri að halda húsnæðinu í íbúðarhæfu ástandi samkvæmt lögum. Ef leigusalar bregðast þeirri skyldu geta þeir fengið á sig málsókn og verið bótaskyldir.
Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00