Handbolti

Stórsigur hjá Füchse

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erlingur er að gera flotta hluti með refina frá Berlín.
Erlingur er að gera flotta hluti með refina frá Berlín. vísir/daníel
Heimsmeistarar félagsliða, Füchse Berlín, unnu stórsigur á ThSV Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en lokatölur urðu tólf marka sigur Füchse; 40-28.

Füchse byrjaði af miklum krafti og lét ekki heimsmeistaratitilinn sitja neitt í sér. Þeir voru 21-15 yfir í hálfleik og héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Lokatölur 40-28.

Peter Nenadic var frábær í liði Füchse, en hann skoraði ellefu mörk. Bjarki Már Elísson gerði eitt. Bogdan Criciotoiu gerði tíu fyrir Eisenach, en Ólafur Bjarki Ragnarsson komst ekki á blað. Erlingur Richardsson þjálfar Berlínarrefina.

Füchse er búið að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum, en Eisenach er búið að tapa fjórum af fyrstu fimm.

Annað Íslendingalið, Bergrischer, steinlá fyrir Göppingen á útivelli í dag. Lokatölur urðu 31-19 sigur Göppingen eftir að staðan var 13-11 í hálfleik. Ótrúlegur síðari hálfleikur hjá FRISCH AUF! Göppingen.

Anton Halen gerði sjö fyrir Göppingen, en Alexander Herman gerði sex fyrir Bergrischer. Arnór Þór Gunnarsson gerði eitt mark fyrir Bergrischer og Björgvin Páll Gústavsson stóð vaktina í markinu.

Göppingen með sinn annar sigur á tímabilinu, en Bergrischer tapað þremur af fyrstu fjórum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×