Erlent

Jeremy Corbyn kjörinn formaður Verkamannaflokksins

Birgir Olgeirsson skrifar
Jeremy Corbyn.
Jeremy Corbyn. Vísir/AFP
Jeremy Corbyn var í morgun kjörinn formaður breska Verkamannaflokksins með yfirburðum. Tom Watson er nýr varaformaður flokksins. Greint var frá úrslitum kosninganna rétt fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma og í kjölfarið ávarpaði Corbyn landsþing flokksins. Guardian greinir frá því að kjörsókn hafi verið 76,3 prósent, sem þýðir að yfir 422 þúsund manns hafi greitt atkvæði.

Til samanburðar voru tæplega 199 þúsund atkvæði greidd í síðustu formannskosningum hjá Íhaldsflokknum og tæplega 34 þúsund hjá Frjálslyndum demókrötum. Corbyn hlaut 59,5 prósent greiddra atkvæða, Andy Burnham varð annar með 19 prósent og Yvette Cooper með 17 prósent. Corbyn er sextíu og sex ára, fæddur 26. maí 1949.

Hann þykir vera talsvert vinstrisinnaðri en forverar sínir í embætti hefur sjálfur lýst sér sem "democratic socialist." Corbyn hefur setið á þingi fyrir Verkamannaflokkinn fyrir Norður-Islington í Lundúnum í þrjátíu og tvö ár eða frá 1983.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×