Innlent

Hollenska parið áfram í gæsluvarðhaldi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Parinu er gert að sæta einangrun í fjórar vikur.
Parinu er gert að sæta einangrun í fjórar vikur. vísir
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir hollenska parinu sem handtekið var við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu 8. september síðastliðinn, grunað um stórfellt fíkniefnabrot. Þeim er gert að sæta einangrun á meðan gæsluvarðhaldinu stendur, eða til 7. október.

Fólkið er grunað um að hafa reynt að smygla allt að níutíu kílóum af MDMA og e-töflum hingað til lands, meðal annars í niðursuðudósum, varadekki bílsins og gaskútum. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi.


Tengdar fréttir

Slóðin að kólna í rannsókn á smygli

Urgur er innan lögreglu á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að lögregla á Austurlandi fer með forræði rannsóknar á einu umfangsmesta fíkniefnasmygli síðustu ára. Sérfræðingur í rannsóknum fíkniefnamála segir mistök í upplýsingagj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×