Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2015 14:56 Í ræðu sinni kom Obama inn á innlimun Rússa á Krímskaga. Vísir/EPA Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. Forsetinn nefndi Rússland og Íran sérstaklega í þeim efnum en lagði jafnframt áherslu á að ekki væri hægt að snúa aftur til þess ástands sem ríkti í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina. Obama flutti ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann byrjaði á því að minnast þess að sjötíu ár væru nú liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Rétt væri að minnast alls þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafi náð fram, svo sem stuðningur við öflug lýðræðisríki og alþjóðaskipunar sem viðurkennir að allir menn séu jafnir. Í ræðu sinni kom Obama inn á innlimun Rússa á Krímskaga og sagði Bandaríkjamenn ekki hafa mikla hagsmuni að gæta á því landsvæði. „Við getum hins vegar ekki staðið hjá þegar svo augljóslega er brotið á fullveldi ríkis. Kemur þetta fyrir fullvalda ríki eins og Úkraínu, getur það komið yfir hvaða ríki sem er.“ Obama sagði viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar og fleiri ríkja á hendur Rússum ekki sýna fram á vilja til að snúa aftur til kalds stríðs, þrátt fyrir orð rússneskra fjölmiðla um slíkt. Forsetinn spurði áherendur hvað hafi líka gerst í kjölfar innlimunarinnar. „Fleiri Úkraínumenn vilja snúa sér að Evrópu, menntaðir Rússar yfirgefa landið. [...] Það hefði verið miklu betra ef Rússar hefðu unnið með alþjóðasamfélaginu og Úkraínu, í stað þess að bregðast við einhliða.“ Varðandi kjarnorkusamkomulagið sem náðist við Íran sagði Obama það skýrt dæmi um það þegar alþjóðakerfið virkar eins og það eigi að virka. Tengdar fréttir Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. Forsetinn nefndi Rússland og Íran sérstaklega í þeim efnum en lagði jafnframt áherslu á að ekki væri hægt að snúa aftur til þess ástands sem ríkti í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina. Obama flutti ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann byrjaði á því að minnast þess að sjötíu ár væru nú liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Rétt væri að minnast alls þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafi náð fram, svo sem stuðningur við öflug lýðræðisríki og alþjóðaskipunar sem viðurkennir að allir menn séu jafnir. Í ræðu sinni kom Obama inn á innlimun Rússa á Krímskaga og sagði Bandaríkjamenn ekki hafa mikla hagsmuni að gæta á því landsvæði. „Við getum hins vegar ekki staðið hjá þegar svo augljóslega er brotið á fullveldi ríkis. Kemur þetta fyrir fullvalda ríki eins og Úkraínu, getur það komið yfir hvaða ríki sem er.“ Obama sagði viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar og fleiri ríkja á hendur Rússum ekki sýna fram á vilja til að snúa aftur til kalds stríðs, þrátt fyrir orð rússneskra fjölmiðla um slíkt. Forsetinn spurði áherendur hvað hafi líka gerst í kjölfar innlimunarinnar. „Fleiri Úkraínumenn vilja snúa sér að Evrópu, menntaðir Rússar yfirgefa landið. [...] Það hefði verið miklu betra ef Rússar hefðu unnið með alþjóðasamfélaginu og Úkraínu, í stað þess að bregðast við einhliða.“ Varðandi kjarnorkusamkomulagið sem náðist við Íran sagði Obama það skýrt dæmi um það þegar alþjóðakerfið virkar eins og það eigi að virka.
Tengdar fréttir Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45