Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2015 14:56 Í ræðu sinni kom Obama inn á innlimun Rússa á Krímskaga. Vísir/EPA Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. Forsetinn nefndi Rússland og Íran sérstaklega í þeim efnum en lagði jafnframt áherslu á að ekki væri hægt að snúa aftur til þess ástands sem ríkti í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina. Obama flutti ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann byrjaði á því að minnast þess að sjötíu ár væru nú liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Rétt væri að minnast alls þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafi náð fram, svo sem stuðningur við öflug lýðræðisríki og alþjóðaskipunar sem viðurkennir að allir menn séu jafnir. Í ræðu sinni kom Obama inn á innlimun Rússa á Krímskaga og sagði Bandaríkjamenn ekki hafa mikla hagsmuni að gæta á því landsvæði. „Við getum hins vegar ekki staðið hjá þegar svo augljóslega er brotið á fullveldi ríkis. Kemur þetta fyrir fullvalda ríki eins og Úkraínu, getur það komið yfir hvaða ríki sem er.“ Obama sagði viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar og fleiri ríkja á hendur Rússum ekki sýna fram á vilja til að snúa aftur til kalds stríðs, þrátt fyrir orð rússneskra fjölmiðla um slíkt. Forsetinn spurði áherendur hvað hafi líka gerst í kjölfar innlimunarinnar. „Fleiri Úkraínumenn vilja snúa sér að Evrópu, menntaðir Rússar yfirgefa landið. [...] Það hefði verið miklu betra ef Rússar hefðu unnið með alþjóðasamfélaginu og Úkraínu, í stað þess að bregðast við einhliða.“ Varðandi kjarnorkusamkomulagið sem náðist við Íran sagði Obama það skýrt dæmi um það þegar alþjóðakerfið virkar eins og það eigi að virka. Tengdar fréttir Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. Forsetinn nefndi Rússland og Íran sérstaklega í þeim efnum en lagði jafnframt áherslu á að ekki væri hægt að snúa aftur til þess ástands sem ríkti í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina. Obama flutti ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann byrjaði á því að minnast þess að sjötíu ár væru nú liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Rétt væri að minnast alls þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafi náð fram, svo sem stuðningur við öflug lýðræðisríki og alþjóðaskipunar sem viðurkennir að allir menn séu jafnir. Í ræðu sinni kom Obama inn á innlimun Rússa á Krímskaga og sagði Bandaríkjamenn ekki hafa mikla hagsmuni að gæta á því landsvæði. „Við getum hins vegar ekki staðið hjá þegar svo augljóslega er brotið á fullveldi ríkis. Kemur þetta fyrir fullvalda ríki eins og Úkraínu, getur það komið yfir hvaða ríki sem er.“ Obama sagði viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar og fleiri ríkja á hendur Rússum ekki sýna fram á vilja til að snúa aftur til kalds stríðs, þrátt fyrir orð rússneskra fjölmiðla um slíkt. Forsetinn spurði áherendur hvað hafi líka gerst í kjölfar innlimunarinnar. „Fleiri Úkraínumenn vilja snúa sér að Evrópu, menntaðir Rússar yfirgefa landið. [...] Það hefði verið miklu betra ef Rússar hefðu unnið með alþjóðasamfélaginu og Úkraínu, í stað þess að bregðast við einhliða.“ Varðandi kjarnorkusamkomulagið sem náðist við Íran sagði Obama það skýrt dæmi um það þegar alþjóðakerfið virkar eins og það eigi að virka.
Tengdar fréttir Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45