Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2015 23:15 Um 200 manns voru á fundinum. Vísir/Tinni „Það sem við fengum að vita var að það væri ekki hægt að gefa afgerandi svör,“ segir Freyr Hermannson, foreldri í Reykjavík sem berst fyrir því að heilsuspillandi kurli úr úrgangsdekkjum sem notað hefur verið á ákveðnum gervigrasvöllum borgarinnar verði skipt út. Haldinn var fjölmennur fundur í kvöld þar sem forsvarsmenn borgarinnar voru krafnir um svör. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var í íþróttahúsi KR-inga í kvöld. Þar gátu áhyggjufullir foreldrar rætt málið við Þórgný Thoroddsen, formann Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en Freyr segir að hann hafi ekki getað veitt fullnægjandi svör um hvenær stæði til að skipta út dekkjakurlinu fyrir hættulaust kurl. „Þórgnýr sagði að það gæti tekið tvö til fimm ár að koma þessu í rétt horf. Hann sagði að þetta væri ekki komið á fjárhagsáætlun borgarinnar. Hann sagði þó að næst yrði skipt um kurl á gervigrasvellinum á KR-svæðinu en hann gat ekki sagt hvenær það yrði.“ Fyrir liggur að vellir á KR-svæðinu, á svæði Fram í Safamýri og Fylkis í Árbæ eru þeir vellir sem um ræðir. „Þetta lá fyrir árið 2010 og ef það tekur fimm ár í viðbót að skipta þessu út erum við að tala um að það mun taka þorra æsku barnanna okkar að koma þessu í rétt horf,“ segir Freyr.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í framan að lokinni æfingu.Verið að spara 4-6 milljónir með því að fresta því að skipta út kurlinu í eitt ár Freyr veit til þess að foreldrar barna hafi tekið börn sín af æfingum vegna málsins. Þórarinn Guðnason, læknirinn sem fyrst benti á heilsuspillandi áhrif dekkjakurlsins sagði á fundinum að þeir sem vinna við að skipta um dekk noti hanska við vinnu sína. Að mati Freys er þetta ástand ekki boðlegt fyrir börnin. „Eins og sést á myndum eru krakkarnir kolsvartir út af þessu kurli. Við fullorðnir myndum aldrei sætta okkur við það að vinnuaðstaðan okkar væri svona og þetta er vinnuaðstaða barnana okkar. Þetta bitnar á börnunum okkar.“ Freyr segir ljóst að hópurinn muni halda áfram að þrýsta á Reykjavíkurborg þangað til að tekið verði á málinu. „Okkar afstaða er sú að þetta er umhverfis- og heilsumál. Það er verið að spara um 4-6 milljónir með því að tefja þetta um eitt ár og nú er óumdeilt að vellirnir eru komnir á tíma. Vð munum einfaldlega halda þessum bolta gangandi þangað til þetta verður lagað.“ Tengdar fréttir Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00 Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
„Það sem við fengum að vita var að það væri ekki hægt að gefa afgerandi svör,“ segir Freyr Hermannson, foreldri í Reykjavík sem berst fyrir því að heilsuspillandi kurli úr úrgangsdekkjum sem notað hefur verið á ákveðnum gervigrasvöllum borgarinnar verði skipt út. Haldinn var fjölmennur fundur í kvöld þar sem forsvarsmenn borgarinnar voru krafnir um svör. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var í íþróttahúsi KR-inga í kvöld. Þar gátu áhyggjufullir foreldrar rætt málið við Þórgný Thoroddsen, formann Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en Freyr segir að hann hafi ekki getað veitt fullnægjandi svör um hvenær stæði til að skipta út dekkjakurlinu fyrir hættulaust kurl. „Þórgnýr sagði að það gæti tekið tvö til fimm ár að koma þessu í rétt horf. Hann sagði að þetta væri ekki komið á fjárhagsáætlun borgarinnar. Hann sagði þó að næst yrði skipt um kurl á gervigrasvellinum á KR-svæðinu en hann gat ekki sagt hvenær það yrði.“ Fyrir liggur að vellir á KR-svæðinu, á svæði Fram í Safamýri og Fylkis í Árbæ eru þeir vellir sem um ræðir. „Þetta lá fyrir árið 2010 og ef það tekur fimm ár í viðbót að skipta þessu út erum við að tala um að það mun taka þorra æsku barnanna okkar að koma þessu í rétt horf,“ segir Freyr.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í framan að lokinni æfingu.Verið að spara 4-6 milljónir með því að fresta því að skipta út kurlinu í eitt ár Freyr veit til þess að foreldrar barna hafi tekið börn sín af æfingum vegna málsins. Þórarinn Guðnason, læknirinn sem fyrst benti á heilsuspillandi áhrif dekkjakurlsins sagði á fundinum að þeir sem vinna við að skipta um dekk noti hanska við vinnu sína. Að mati Freys er þetta ástand ekki boðlegt fyrir börnin. „Eins og sést á myndum eru krakkarnir kolsvartir út af þessu kurli. Við fullorðnir myndum aldrei sætta okkur við það að vinnuaðstaðan okkar væri svona og þetta er vinnuaðstaða barnana okkar. Þetta bitnar á börnunum okkar.“ Freyr segir ljóst að hópurinn muni halda áfram að þrýsta á Reykjavíkurborg þangað til að tekið verði á málinu. „Okkar afstaða er sú að þetta er umhverfis- og heilsumál. Það er verið að spara um 4-6 milljónir með því að tefja þetta um eitt ár og nú er óumdeilt að vellirnir eru komnir á tíma. Vð munum einfaldlega halda þessum bolta gangandi þangað til þetta verður lagað.“
Tengdar fréttir Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00 Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00