Erlent

Andstæðingar ESB-aðildar Bretlands sameinast í „Out“

Atli Ísleifsson skrifar
Landsfundur UKIP fer nú fram í Doncaster í norðurhluta Englands. Nigel Farage er formaður UKIP.
Landsfundur UKIP fer nú fram í Doncaster í norðurhluta Englands. Nigel Farage er formaður UKIP. Vísir/AFP
Andstæðingar Evrópusambandsaðildar í Bretlandi hafa sameinast og stofnað regnhlífasamtökin „Out“. Samtökin munu berjast fyrir því að Bretar greiði atkvæði gegn veru landsins í sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð er árið 2017.

David Cameron forsætisráðherra hefur heitið því að semja um breytt aðild Bretlands að ESB fyrir atkvæðagreiðsluna. Cameron vill sjálfur áfram sjá Bretland sem aðila að sambandinu. Hann segist þó ekki útiloka neitt, sjái hann ekki fram á þær breytingar á sambandi Bretlands og ESB sem hann vill.

Í frétt Reuters kemur fram að Arron Banks, einn af fjárhagslegum bakhjörlum UKIP, standi að stofnun regnhlífasamtakanna Out og segir Banks að samtökin hafi nú þegar 150 þúsund stuðningsmenn.

Samtökin voru formlega stofnuð á landsfundi UKIP sem nú fer fram í Doncaster í norðurhluta Englands.

„Við munum sjá ólíka og ósamstæða hópa í landinu koma saman en þeir styðja úrsögn úr ESB,“ segir Nigel Farage, formaður UKIP.

Skoðanakannanir benda flestar til þess að meirihluti Breta vilji áfram vera aðili að ESB, þó að nokkur hefur dregið saman með fylkingum síðustu mánuði.


Tengdar fréttir

Kosningar um aðildina að ESB

Bretadrottning flutti í gær stefnuræðu Camerons. Meðal helstu mála má nefna þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, aukin völd til Skotlands, Wales og Norður-Írlands og auknar heimildir leyniþjónustunnar til að fylgjast með farsímanotkun fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×