Handbolti

Sigurbergur með fimm mörk í tapi fyrir meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurbergur er á sínu fyrsta tímabili með Team Tvis Holstebro.
Sigurbergur er á sínu fyrsta tímabili með Team Tvis Holstebro. mynd/heimasíða team tvis holstebro
Fimm mörk Sigurbergs Sveinssonar dugðu ekki til þegar Team Tvis Holstebro tapaði fyrir KIF Kolding Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-26, dönsku meisturunum í vil.

Með sigrinum jafnaði Kolding Team Tvis að stigum en bæði lið hafa náð í sex stig í fyrstu fimm leikjum sínum.

Leikurinn var lengst af í járnum en Team Tvis leiddi með einu marki í hálfleik, 15-16.

Þegar 15 mínútur voru eftir var Team Tvis tveimur mörkum yfir, 21-23, en lokamínúturnar voru eign Kolding sem skoraði níu mörk gegn þremur á síðasta korterinu í leiknum.

Danski landsliðsmaðurinn var Bo Spellerberg var markahæstur í liði Kolding með átta mörk en Svíin Jonas Larholm skoraði sömuleiðis átta mörk fyrir Team Tvis.

Sigurbergur skoraði fimm mörk úr níu skotum en Garðbæingurinn ungi, Egill Magnússon, komst ekki á blað í liði Team Tvis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×