Fótbolti

Hjálmar og félagar á toppinn í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjálmar og félagar hafa aðeins fengið á sig 14 mörk í sænsku deildinni, fæst allra liða.
Hjálmar og félagar hafa aðeins fengið á sig 14 mörk í sænsku deildinni, fæst allra liða. vísir/getty
Hjálmar Jónsson og félagar í IFK Göteborg komust á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Elfsborg á útivelli.

Gamla brýnið Anders Svensson kom Elfsborg yfir á 87. mínútu en Emil Salomonsson tryggði gestunum frá Gautaborg stig þegar hann jafnaði metin úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Hjálmar lék allan leikinn í miðri vörn Göteborg sem er með 54 stig, líkt og Norrköping og AIK en betri markatölu. Fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni en ljóst er íslenskur leikmaður verður sænskur meistari í ár en Arnór Ingvi Traustason leikur með Norrköping og Haukur Heiðar Hauksson með AIK.

Örebro vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið tók á móti Helsingborgs. Lokatölur 0-2, Örebro í vil en liðið er nú fjórum stigum frá fallsæti.

Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hjörtur Logi Valgarðsson léku allan leikinn í vörn Örebro sem hefur haldið hreinu í tveimur af síðustu fjórum leikjum sínum.

Arnór Smárason var í byrjunarliðinu hjá Helsingborgs og lék allan leikinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×