Allegri: Ég er ekki reiður heldur svekktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 10:00 Leikmenn Frosinone fögnuðu jöfnunarmarkinu og jafnteflinu eins og heimsmeistarar. vísir/getty Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, var ekki skemmt yfir úrslitum sinna manna í gær, en Ítalíumeistararnir gerðu 1-1 jafntefli við smáliðið Frosinone í fimmtu umferð Seríu A. Juventus byrjar nýtt tímabil hræðilega, en það tapaði fyrstu tveimur leikjunum og gerði svo jafntefli áður en það innbyrti loks sigur gegn Genoa um síðustu helgi. Meistararnir fengu svo kjörið tækifæri til að vinna annan sigurinn í röð þegar nýliðar Frosnione, sem eru að spila í Seríu A í fyrsta sinn í sögu félagsins, mættu í heimsókn. Frosinone var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni fyrir gærkvöldið og aðeins búið að skora eitt mark. Það var eftir sjö mínútur í fyrsta leik. Juventus var miklu betra liðið í gær en nýtti aðeins eitt færi. Í raun fékk Juventus mikla hjálp við að skora því Leonardo Blanchard, miðvörður Frosinone, stýrði skoti Simone Zaza í netið á 50. mínútu. Það var svo í uppbótartíma sem Juventus var refsað fyrir að nýta ekki færin þegar Blanchard bætti upp fyrir mistökin með fallegu skallamarki eftir horn, 1-1. Fyrsta stig Frosinone í sögunni í Seríu A og það fékkst á heimavelli meistaranna. „Er ég reiður? Nei. Ég er bara svekktur,“ sagði draugfúll Allegri við blaðamenn eftir leikinn í gærkvöldi. „Það var bara við hæfi að við fengum á okkur mark eftir horn undir lokin því við réðum ekkert við atburðarásina og gáfum þeim færi á að jafna leikinn.“ „Við erum alltaf að reyna að gera eitthvað voða flott í staðinn fyrir að stýra bara spilinu. Fyrir það gjöldum við með mörgum stigum. Því miður er staðan þannig núna að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum,“ sagði Massimiliano Allegri. Ítalski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, var ekki skemmt yfir úrslitum sinna manna í gær, en Ítalíumeistararnir gerðu 1-1 jafntefli við smáliðið Frosinone í fimmtu umferð Seríu A. Juventus byrjar nýtt tímabil hræðilega, en það tapaði fyrstu tveimur leikjunum og gerði svo jafntefli áður en það innbyrti loks sigur gegn Genoa um síðustu helgi. Meistararnir fengu svo kjörið tækifæri til að vinna annan sigurinn í röð þegar nýliðar Frosnione, sem eru að spila í Seríu A í fyrsta sinn í sögu félagsins, mættu í heimsókn. Frosinone var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni fyrir gærkvöldið og aðeins búið að skora eitt mark. Það var eftir sjö mínútur í fyrsta leik. Juventus var miklu betra liðið í gær en nýtti aðeins eitt færi. Í raun fékk Juventus mikla hjálp við að skora því Leonardo Blanchard, miðvörður Frosinone, stýrði skoti Simone Zaza í netið á 50. mínútu. Það var svo í uppbótartíma sem Juventus var refsað fyrir að nýta ekki færin þegar Blanchard bætti upp fyrir mistökin með fallegu skallamarki eftir horn, 1-1. Fyrsta stig Frosinone í sögunni í Seríu A og það fékkst á heimavelli meistaranna. „Er ég reiður? Nei. Ég er bara svekktur,“ sagði draugfúll Allegri við blaðamenn eftir leikinn í gærkvöldi. „Það var bara við hæfi að við fengum á okkur mark eftir horn undir lokin því við réðum ekkert við atburðarásina og gáfum þeim færi á að jafna leikinn.“ „Við erum alltaf að reyna að gera eitthvað voða flott í staðinn fyrir að stýra bara spilinu. Fyrir það gjöldum við með mörgum stigum. Því miður er staðan þannig núna að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum,“ sagði Massimiliano Allegri.
Ítalski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira