Þá lagði umhverfisráðherra fram þingsályktunartillögu um að Hvammsvirkjun í Þjórsá yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Atvinnuveganefnd lagði til að fjórir kostir til viðbótar yrðu færðir úr bið í nýtingarflokk sem olli hörðum deilum.
Málið var ekki leitt til lykta á þinginu, en umræðum um rammaáætlun frestað.

„Það sem við viljum leiða fram er sá djúpstæði ágreiningur sem er um það hvernig vinna á rammaáætlun."
Jón segir ekkert ákveðið um næstu skref, spurður hvort breytingartillagan verði endurvakin með einhverjum hætti. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur gefið út að það muni hún ekki gera – niðurstaða þingsins hefði verið að senda einn kost í nýtingarflokk – en bætti því við að þingmenn geti gert tillögu um að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði skoðaðar.
Jón segir að niðurstaða fundarins í dag verði í framhaldinu tekin upp við umhverfisráðuneytið og umhverfisráðherra „sem gæti brugðist við með einhverjum hætti. Ef ráðuneytið fær upplýsingar um að ekki sé unnið eftir lögunum þá geri ég ráð fyrir því að það verði brugðist við slíku“.