Erlent

Sjálfsmyndin er hættulegri en hákarlar

Samúel Karl Ólason skrifar
Tólf hafa látið lífið við að taka sjálfsmynd, en átta hafa látið lífið í árásum hákarla.
Tólf hafa látið lífið við að taka sjálfsmynd, en átta hafa látið lífið í árásum hákarla. Vísir/Getty
Það sem af er árinu er vitað til þess að tólf manns hafi látið lífið við að taka selfie við erfiðar aðstæður. Hins vegar hafa átta manns látið lífið vegna hákarlaárása á árinu.

Nú síðast dó japanskur maður í Taj Mahal í Indlandi. Hann og vinur hans féllu niður stiga þar sem þeir reyndu að taka sjálfsmynd. Hinn 66 ára gamli Hideto Ueda missti meðvitund og lést vegna hjartaáfalls. Vinur hans fótbrotnaði.

Svo virðist sem að sífellt fleiri látið lífið við að reyna að taka selfie. Í ágúst lést ungur maður við að taka mynd af sér með nauti í Villaseca de la Sagra á Spánni. Þá skaut maður frá Mexíkó sig í höfuðið með hlaðna byssu í annarri hendinni og síma í hinni.

Hér má sjá nokkrar af leiðbeiningunum sem fylgdu Safe selfie átakinu í Rússlandi.
Sjálfsmyndir virðast þó sérstaklega hættulegar í Rússlandi, þar sem fjöldi barna hafa fengið raflost við að taka myndir af sér á þaki lesta. Í febrúar lét ung kona lífið þegar hún missti síma sem var í hleðslu ofan í baðkar.

Ein kona var lifði þó af að skjóta sig í höfuðið í Moskvu fyrr á árinu þar sem hún var að taka sjálfsmynd af sér með hlaðna byssu.

Vegna fjölda slysa þar sem sjálfsmyndir hafa komið við sögu birtu yfirvöld í Rússlandi lýsingar af því hvernig ekki eigi að taka sjálfsmyndir. Safe selfie átakinu var ætlað að fá ungt fólk til að hugsa sig um áður en það tók sjálfsmyndir við hættulegar aðstæður.


Tengdar fréttir

„Selfie“ leiddi til ákæru

Tveir ferðalangar á Ítalíu eiga yfir höfði sér ákæru vegna skemmda sem urðu á sögufrægri höggstyttu í borginni Cremona á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×