Handbolti

Sigurmark á síðustu stundu hjá Atla Ævari og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson.
Atli Ævar Ingólfsson. Mynd/Fésbókarsíða Eskilstuna Guif
Atli Ævar Ingólfsson og félagar í Sävehof er áfram með fullt hús á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir dramatískan sigur í kvöld.

Sävehof vann þá 30-29 sigur á Redbergslid á útivelli og var Atli Ævar annar markahæsti leikmaður liðsins.

Sävehof hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni á þessari leiktíð.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði 6 mörk úr sex skotum en markahæstur var Viktor Ottoson með átta mörk.

Sigurmarkið skoraði hinsvegar Olle Forsell-Schefvert fimm sekúndum fyrir leikslok en Sävehof  var tveimur mörkum yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum.

Örn Ingi Bjarkason og félagar í Hammarby gerðu á sama tíma 28-28 jafntefli við Alingsås HK á heimavelli. Örn Ingi klikkaði á öllum fjórum skotum sínum í leiknum en gaf eina stoðsendingu.

Þetta var fyrsta stig Hammarby á tímabilinu en liðið var bara að spila sinn annan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×