Handbolti

Keppinautur Alexanders framlengir við Löwen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Reinkind hefur skorað 10 mörk í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili.
Reinkind hefur skorað 10 mörk í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. vísir/getty
Norski landsliðsmaðurinn Harald Reinkind hefur framlengt samning sinn við Rhein-Neckar Löwen til ársins 2019.

Reinkind er örvhent skytta, líkt og Alexander Petersson, en þeir skipta skyttustöðunni hægra megin hjá Löwen með sér.

„Harald hefur tekið miklum framförum síðan hann kom til Þýskalands í fyrra. Hann er mikið efni og er að fá meiri ábyrgð núna og hann á eftir að verða enn betri,“ sagði Nicolaj Jacobsen, þjálfari Löwen, um Reinkind sem kom til Ljónanna frá Fyllingen í Noregi fyrir síðasta tímabil.

Reinkind, sem er 23 ára, hefur leikið 42 landsleiki fyrir Noreg og skorað í þeim 101 mark.

Löwen, sem er í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar, vann góðan sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×