Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. september 2015 06:00 Harpa Þorsteinsdóttir. vísir/anton Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi og verður flautað til leiks klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er í góðu færi á því að vera með bæði karla- og kvennalandslið á lokakeppni EM á sama tíma en líklegast duga efstu tvö sæti í riðlinum til þess að tryggja farseðilinn til Hollands. Undirritaður var viðstaddur æfingarleik landsliðsins gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn og það verður ekki annað sagt en að mætingin hafi verið til skammar fyrir leik hjá íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir að uppgefið hafi verið á skýrslu að 767 áhorfendur hafi verið mættir í Laugardalinn til að fylgjast með öruggum 4-1 sigri efast ég um að það hafi verið mikið fleiri en 500 manneskjur mættar. Þeir sem létu sjá sig á fimmtudaginn létu vel í sér heyra og verður að hrósa þeim fyrir það en það hlýtur að vera sérkennileg tilfinning að leika í íslensku landsliðstreyjunni fyrir framan nánast tómri stúku. Áhorfendamet var sett á landsleik kvenna þann 25. október 2012 þegar 6647 áhorfendur hvöttu Stelpurnar okkar til dáða gegn Úkraínu en þann dag vannst 3-2 sigur sem tryggði sæti á lokakeppni EM 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, skoraði eitt af mörkum íslenska landsliðsins þann dag en hún leikur í kvöld sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd og verður um leið fimmta konan sem nær þessum merka áfanga. Það er mikill meðbyr með íslenska landsliðinu þessa stundina eftir að karlalandsliðinu tókst að tryggja sér sæti á lokakeppni EM í fyrsta sinn í haust og er vonandi að sá meðbyr skili sér yfir til kvennalandsliðsins. Það er fagnaðarerindi að Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, hefur boðað komu sína í Laugardalinn í kvöld en þeim hefur tekist að rífa stemminguna á leikjum karlalandsliðsins upp á næsta plan. Ég skora á þig, hvort sem þú ert í Tólfunni eða ekki, karl eða kona, að mæta á völlinn og styðja þær til dáða í kvöld því þær eiga það svo sannarlega skilið. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi og verður flautað til leiks klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er í góðu færi á því að vera með bæði karla- og kvennalandslið á lokakeppni EM á sama tíma en líklegast duga efstu tvö sæti í riðlinum til þess að tryggja farseðilinn til Hollands. Undirritaður var viðstaddur æfingarleik landsliðsins gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn og það verður ekki annað sagt en að mætingin hafi verið til skammar fyrir leik hjá íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir að uppgefið hafi verið á skýrslu að 767 áhorfendur hafi verið mættir í Laugardalinn til að fylgjast með öruggum 4-1 sigri efast ég um að það hafi verið mikið fleiri en 500 manneskjur mættar. Þeir sem létu sjá sig á fimmtudaginn létu vel í sér heyra og verður að hrósa þeim fyrir það en það hlýtur að vera sérkennileg tilfinning að leika í íslensku landsliðstreyjunni fyrir framan nánast tómri stúku. Áhorfendamet var sett á landsleik kvenna þann 25. október 2012 þegar 6647 áhorfendur hvöttu Stelpurnar okkar til dáða gegn Úkraínu en þann dag vannst 3-2 sigur sem tryggði sæti á lokakeppni EM 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, skoraði eitt af mörkum íslenska landsliðsins þann dag en hún leikur í kvöld sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd og verður um leið fimmta konan sem nær þessum merka áfanga. Það er mikill meðbyr með íslenska landsliðinu þessa stundina eftir að karlalandsliðinu tókst að tryggja sér sæti á lokakeppni EM í fyrsta sinn í haust og er vonandi að sá meðbyr skili sér yfir til kvennalandsliðsins. Það er fagnaðarerindi að Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, hefur boðað komu sína í Laugardalinn í kvöld en þeim hefur tekist að rífa stemminguna á leikjum karlalandsliðsins upp á næsta plan. Ég skora á þig, hvort sem þú ert í Tólfunni eða ekki, karl eða kona, að mæta á völlinn og styðja þær til dáða í kvöld því þær eiga það svo sannarlega skilið.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira