Tsipras: Ný ríkisstjórn Grikklands mynduð innan skamms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2015 23:30 Alexis Tsipras var sigurreifur þegar úrslit kosninganna voru ljós. Vísir/Getty „Þetta er sigur fólksins,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza-flokksins, í sigurræðu sinni þegar ljóst var að flokkurinn hafði unnið sigur í grísku þingkosningunum í kvöld. Lýsti hann því yfir að ný ríkisstjórn yrði mynduð innan skamms með þáttöku Sjálfstæðra Grikkja. Þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Syriza-flokkurinn hlotið 35,5 prósent atkvæða og 145 þingsæti af þeim 300 sem mynda gríska þingið, aðeins sex sætum frá hreinum meirihluta. Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja og fyrrum varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Tsipras sem lét af störfum í síðasta mánuði, var á sviðinu með Tsipras er hann hélt sigurræðu sínu. Munu flokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður en þessir flokkar mynduðu síðustu ríkisstjórn Grikklands. Leiðtogi Nýs lýðræðis, Vangelis Meimarakis, játaði sig sigraðan fyrr í kvöld en við síðustu talningu var flokkur hans með 28,3 prósent atkvæða og 75 þingsæti en kjörsókn var um 55 prósent. Tsipras hét því að ríkisstjórn hans myndi sitja í fjögur ár eða út kjörtímabilið en stormasamt hefur verið í grískum stjórnmálum í kjölfar efnahagsvandræða ríkisins. Alls hafa sex ríkisstjórnir setið og fjórar kosningar verið haldnar frá árinu 2009. Tsipras sagði að í nótt yrðu grískir fánar á öllum torgum Evrópu. „Við viljum berjast fyrir heiðri grísku þjóðarinnar. Syriza er of sterk til að deyja. Við erum búin að tengjast fólkinu stekum böndum. Grikkland mun rísa að nýju, en við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Tsipras þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Tsipras hélt áfram og sagði að í samstarfi við Kammenos myndu flokkarnir berjast gegn spillingunni niður að rótum. Þakkaði hann fyrir að hafa verið gefið annað tækifæri. „Ég vil þakka Kammenos og flokki hans fyrir að hafa starfað með okkur og við viljum halda því áfram. Við munum hefja það starf á morgun. Evrópa verður ekki söm frá og með morgundeginum. Við viljum berjast fyrir þá veikustu og eftir fjögur ár verðum við með sterkt Grikkland og fólk getur aftur gengið stolt.“ Tengdar fréttir Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26 Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13 Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
„Þetta er sigur fólksins,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza-flokksins, í sigurræðu sinni þegar ljóst var að flokkurinn hafði unnið sigur í grísku þingkosningunum í kvöld. Lýsti hann því yfir að ný ríkisstjórn yrði mynduð innan skamms með þáttöku Sjálfstæðra Grikkja. Þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Syriza-flokkurinn hlotið 35,5 prósent atkvæða og 145 þingsæti af þeim 300 sem mynda gríska þingið, aðeins sex sætum frá hreinum meirihluta. Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja og fyrrum varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Tsipras sem lét af störfum í síðasta mánuði, var á sviðinu með Tsipras er hann hélt sigurræðu sínu. Munu flokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður en þessir flokkar mynduðu síðustu ríkisstjórn Grikklands. Leiðtogi Nýs lýðræðis, Vangelis Meimarakis, játaði sig sigraðan fyrr í kvöld en við síðustu talningu var flokkur hans með 28,3 prósent atkvæða og 75 þingsæti en kjörsókn var um 55 prósent. Tsipras hét því að ríkisstjórn hans myndi sitja í fjögur ár eða út kjörtímabilið en stormasamt hefur verið í grískum stjórnmálum í kjölfar efnahagsvandræða ríkisins. Alls hafa sex ríkisstjórnir setið og fjórar kosningar verið haldnar frá árinu 2009. Tsipras sagði að í nótt yrðu grískir fánar á öllum torgum Evrópu. „Við viljum berjast fyrir heiðri grísku þjóðarinnar. Syriza er of sterk til að deyja. Við erum búin að tengjast fólkinu stekum böndum. Grikkland mun rísa að nýju, en við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Tsipras þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Tsipras hélt áfram og sagði að í samstarfi við Kammenos myndu flokkarnir berjast gegn spillingunni niður að rótum. Þakkaði hann fyrir að hafa verið gefið annað tækifæri. „Ég vil þakka Kammenos og flokki hans fyrir að hafa starfað með okkur og við viljum halda því áfram. Við munum hefja það starf á morgun. Evrópa verður ekki söm frá og með morgundeginum. Við viljum berjast fyrir þá veikustu og eftir fjögur ár verðum við með sterkt Grikkland og fólk getur aftur gengið stolt.“
Tengdar fréttir Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26 Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13 Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur viðurkennt ósigur í grísku þingkosningunum og hvatt Alexis Tsipras til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. 20. september 2015 18:26
Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði Grikkir kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. 15. september 2015 08:13
Grísku þingkosningarnar: Syriza mælist með minniháttar forskot í könnunum Síðustu kosningafundirnir fyrir kosningarnar voru haldnir í dag, en Grikkir ganga að kjörborðinu á sunnudag. 18. september 2015 22:46