Fótbolti

Arnór þakkaði traustið og skoraði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Smárason hefur ekki fengið mikið að spila undir stjórn Larssons.
Arnór Smárason hefur ekki fengið mikið að spila undir stjórn Larssons. mynd/hif.se
Skagamaðurinn Arnór Smárason var á skotskónum fyrir Helsinborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tapaði á útivelli gegn Gefle, 2-1.

Líberíumaðurinn Dioh Williams skoraði bæði mörk Gefle; það fyrra á 23. mínútu og það síðara á 37. mínútu, en staðan var 2-0 fyrir heimamenn í hálfleik.

Arnór, sem var í byrjunarliðinu þriðja leikinn í röð, þakkaði traustið sem Henrik Larsson hefur sýnt honum að undanförnu og skoraði þriðja mark sitt í deildinni í níunda leiknum sem hann spilar.

Það gengur ekkert hjá Helsingborg þessa dagana, en liðið var í dag að tapa fjórða leiknum í röð og er fallið niður í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Helsingborg er með 30 stig eftir 24 leiki og siglir lygnan sjó um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×