Vignir: Dvölin hjá Minden svo leiðinleg að þetta var spurning um að hætta í handbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2015 17:00 Vignir Svavarsson skorar á móti KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni vísir/getty Vignir Svavarsson, línumaður og varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, söðlar um eftir tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni næsta vor og skiptir um lið. Vignir gekk í raðir HC Midtjylland fyrir síðustu leiktíð og var einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Hann gekk í dag frá tveggja ára samningi við Team Tvis Holstebro og spilar með liðinu frá og með næsta vetri. „Ég er mjög sáttur með þetta. Ég er orðinn hundgamall sko og verð ekkert yngri,“ segir Vignir í viðtali í Akraborginni, en hann er 35 ára gamall. „Það er flott að fá tveggja ára samning hjá góðu liði í Danmörku og því eru bara spennandi tímar framundan.“Vignir skorar eitt af 249 landsliðsmörkum sínum gegn Danmörku. Hann hefur spilað 224 landsleiki.vísir/gettyRífur gleðina úr boltanum Vignir verður samherji Sigurbergs Sveinssonar og Egils Magnússonar á næsta tímabili, en risinn glaðbeitti hlakkar mikið til. „Mér líður enn þá eins og ég sé 25 ára. Ég hafði úr einhverju að velja sem kom mér á óvart. Ég er líka rosalega snemma í þessu. Ég er mjög ánægður því Tvis er spennandi og rótgróinn klúbbur í Danmörku,“ segir Vignir. Vignir kom til Danmerkur í fyrra frá Þýskalandi þar sem hann spilaði í sex ár með Lemgo, Hannover-Burgdorf og GWD Minden. „Það vilja allir prófa að spila í Þýskalandi. Þetta er sterkasta deildin og fullt á nánast hverjum einasta leik. Þetta er stærra og meira en í öðrum löndum,“ segir Vignir, en ekki er allt sem sýnist í stærstu og bestu deild heims. „Staðreyndin er engu að síður sú, og sýnir sig núna í hversu fáir eru að spila í Þýskalandi, að þetta rífur aðeins gleðina úr boltanum.“ „Tímabilið er langt og stundum er umhverfið mjög ómanneskjulegt. Það er pressa á mönnum og miklir peningar í húfi. Síðasti samningurinn minn hjá Minden var til dæmis ömurlegur tími.“Vignir slakar á í Katar í byrjun árs.vísir/eva björkHugsaði um að hætta Vignir vandar Minden ekki kveðjurnar. Þar, segir hann, var engin framþróun og furðulegir hlutir að gerast. „Ég var kominn í klúbb sem hafði farið upp og niður um deildir síðan ég fór að fylgjast með þessu. Þetta leit allt voðalega vel út en þegar á hólminn er komið var klúbburinn rekinn eins og hann var rekinn fyrir 20 árum. Það var enginn framför eða vilji til að taka skref fram á við,“ segir Vignir. „Maður þurfti að kaupa sína hlaupaskó sjálfur og liggur við að berjast fyrir að fá að borða fyrir leik. Þetta var undarlegt í ljósi þess að félagið á fullt af pening. “ „Svo var ráðinn þjálfari sem ég fílaði ekki og hann fílaði ekki mig. Því spilaði ég lítið og þá var þetta bara hund, hundleiðinlegt.“ Vigni leið svo illa hjá Minden að hann íhugaði að kalla þetta gott sem hefði verið áfall fyrir íslenska landsliðið. „Veran hjá Minden drap löngunina hjá mér að spila handbolta. Þetta var orðið spurning um að hætta þessu og pakka skónum niður í tösku og fara að gera eitthvað annað,“ segir Vignir. „Ég hefði átt að fara til Danmerkur strax í staðinn fyrir að fara til Minden. Hér er þetta allt öðruvísi og meiri gleði. Fyrir vikið verður allt miklu skemmtilegra,“ segir Vignir Svavarsson. Handbolti Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Handbolti Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Vignir Svavarsson, línumaður og varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, söðlar um eftir tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni næsta vor og skiptir um lið. Vignir gekk í raðir HC Midtjylland fyrir síðustu leiktíð og var einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Hann gekk í dag frá tveggja ára samningi við Team Tvis Holstebro og spilar með liðinu frá og með næsta vetri. „Ég er mjög sáttur með þetta. Ég er orðinn hundgamall sko og verð ekkert yngri,“ segir Vignir í viðtali í Akraborginni, en hann er 35 ára gamall. „Það er flott að fá tveggja ára samning hjá góðu liði í Danmörku og því eru bara spennandi tímar framundan.“Vignir skorar eitt af 249 landsliðsmörkum sínum gegn Danmörku. Hann hefur spilað 224 landsleiki.vísir/gettyRífur gleðina úr boltanum Vignir verður samherji Sigurbergs Sveinssonar og Egils Magnússonar á næsta tímabili, en risinn glaðbeitti hlakkar mikið til. „Mér líður enn þá eins og ég sé 25 ára. Ég hafði úr einhverju að velja sem kom mér á óvart. Ég er líka rosalega snemma í þessu. Ég er mjög ánægður því Tvis er spennandi og rótgróinn klúbbur í Danmörku,“ segir Vignir. Vignir kom til Danmerkur í fyrra frá Þýskalandi þar sem hann spilaði í sex ár með Lemgo, Hannover-Burgdorf og GWD Minden. „Það vilja allir prófa að spila í Þýskalandi. Þetta er sterkasta deildin og fullt á nánast hverjum einasta leik. Þetta er stærra og meira en í öðrum löndum,“ segir Vignir, en ekki er allt sem sýnist í stærstu og bestu deild heims. „Staðreyndin er engu að síður sú, og sýnir sig núna í hversu fáir eru að spila í Þýskalandi, að þetta rífur aðeins gleðina úr boltanum.“ „Tímabilið er langt og stundum er umhverfið mjög ómanneskjulegt. Það er pressa á mönnum og miklir peningar í húfi. Síðasti samningurinn minn hjá Minden var til dæmis ömurlegur tími.“Vignir slakar á í Katar í byrjun árs.vísir/eva björkHugsaði um að hætta Vignir vandar Minden ekki kveðjurnar. Þar, segir hann, var engin framþróun og furðulegir hlutir að gerast. „Ég var kominn í klúbb sem hafði farið upp og niður um deildir síðan ég fór að fylgjast með þessu. Þetta leit allt voðalega vel út en þegar á hólminn er komið var klúbburinn rekinn eins og hann var rekinn fyrir 20 árum. Það var enginn framför eða vilji til að taka skref fram á við,“ segir Vignir. „Maður þurfti að kaupa sína hlaupaskó sjálfur og liggur við að berjast fyrir að fá að borða fyrir leik. Þetta var undarlegt í ljósi þess að félagið á fullt af pening. “ „Svo var ráðinn þjálfari sem ég fílaði ekki og hann fílaði ekki mig. Því spilaði ég lítið og þá var þetta bara hund, hundleiðinlegt.“ Vigni leið svo illa hjá Minden að hann íhugaði að kalla þetta gott sem hefði verið áfall fyrir íslenska landsliðið. „Veran hjá Minden drap löngunina hjá mér að spila handbolta. Þetta var orðið spurning um að hætta þessu og pakka skónum niður í tösku og fara að gera eitthvað annað,“ segir Vignir. „Ég hefði átt að fara til Danmerkur strax í staðinn fyrir að fara til Minden. Hér er þetta allt öðruvísi og meiri gleði. Fyrir vikið verður allt miklu skemmtilegra,“ segir Vignir Svavarsson.
Handbolti Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Handbolti Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira