Handbolti

Örn Ingi með þrjú mörk í stórsigri Hammarby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Örn Ingi gekk til liðs við Hammarby frá Aftureldingu í sumar.
Örn Ingi gekk til liðs við Hammarby frá Aftureldingu í sumar. vísir/stefán
Örn Ingi Bjarkason skoraði þrjú mörk fyrir Hammarby sem rúllaði yfir Skövde, 19-32, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta var annar sigur Hammarby í röð en liðið er í 7. sæti deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki.

Leikurinn var jafn framan af en þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 8-9, Hammarby í vil. Örn og félagar hrukku þá í gang og kláruðu fyrri hálfleikinn með 6-2 kafla og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 10-15.

Hammarby bætti svo jafnt og þétt við forskotið í seinni hálfleik og vann að lokum 13 marka sigur, 19-32.

Örn Ingi er á sínu fyrsta tímabili með Hammarby en hann kom til liðsins frá Aftureldingu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×