Fótbolti

Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Michel Platini, forseti UEFA, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann fullyrðir að ónefndur aðili innan FIFA sé ábyrgur fyrir því að hafa lekið máli sem hann tengist í fjölmiðla.

Platini mun hafa þegið greiðslu upp á 258 milljónir króna árið 2011 frá FIFA. Fullyrt er að það sé vegna launa sem hann átti inni fyrir ráðgjafavinnu sem hann vann fyrir FIFA frá 1999 til 2002.

Í gær var fullyrt í fjölmiðlum að málið væri komið inn á borð siðanefndar FIFA sem muni mæla með því að Platini yrði settur í 90 daga bann, líkt og Sepp Blatter, foseti FIFA, mun eiga yfir höfði sér.

Platini segir greinilegt að lekinn sé til þess eins gerður að skaða málstað Platini, sem ætlar sér að bjóða sig fram til forseta FIFA síðar á árinu.

„Þetta er í raun tilraun til að skaða orðspor mitt,“ sagði Platini í yfirlýsingunni og bætti því við að hann hafi frá fyrsta degi sýnt yfirvöldum fullan samstarfsvilja í málinu og farið í einu eftir öllum reglum.

„Það er greinilegt að FIFA ber enga virðingu fyrir þessum reglum,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir

Blatter settur í 90 daga bann

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×