Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2015 10:15 Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið. Vísir/AFP Sænska Nóbelsnefndin mun greina frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum á fréttamannafundi í Stokkhólmi sem hefst klukkan 11. Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið, en fylgjast má með fréttamannafundinum neðst í fréttinni.Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að síðustu árin hafi klukkustundirnar áður en greint er frá verðlaunahafanum verið sérlega áhugaverðar. Þannig hafi stuðlar veðbanka á Tomas Tranströmer lækkað tilfinnanlega tímana áður en greint var frá því að hann hlyti verðlaunin árið 2011. Hið sama gerðir á síðasta ári þegar Frakkinn Patrick Modiano hlaut verðlaunin og hefur þetta vakið spurningar um hvort upplýsingum sé lekið úr Nóbelsnefndinni.Svetlana Alexievich.Vísir/AFPOfsóknir af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar Alexievich er 67 ára og hefur lengi starfað rannsóknarblaðamaður. Hún er hvað þekktust fyrir frásagnir sínar frá stríðinu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar og svo af Tsjernóbyl-slysinu árið 1986.Sjá einnig: Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Þrátt fyrir að hafa verið mikils metin á erlendri grundu hefur hún þurft að sæta ofsóknum af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar í heimalandinu. Árið 2000 yfirgaf hún landið og sneri ekki aftur til höfuðborgarinnar Minsk fyrr en árið 2011.Haruki Murakami.Vísir/AFPMurakami líklegur Japaninn Haruki Murakami þykir einnig, líkt og síðustu ár, líklegur til að fá verðlaunin. Bækur hans Norwegian Wood, Sunnan við mærin, vestur af sól og fleiri hafa skilað honum stórum hópi aðdáenda, en Murakami er þekktur fyrir að blanda hinu yfirnáttúrulega inn í frásagnir sínar. Keníski rithöfundurinn Ngũgĩ wa Thiong'o er einnig ofarlega á lista veðbanka, en líkt og Alexievich hafa samskipti hans við stjórnvöld í heimalandinu verið erfið. Þannig sat hann um tíma í fangelsi og hefur búið í Bretlandi og Bandaríkjunum allt frá árinu 1982. Bækur hans og leikrit hafa flest tekið á félagslegu óréttlæti í tengslum við nýlendustefnu. Hinn 56 ára Norðmaður, Jon Fosse, er í fjórða sæti hjá veðbönkum og hin bandaríska Joyce Carol Oates í því fimmta. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33 Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00 Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Sænska Nóbelsnefndin mun greina frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum á fréttamannafundi í Stokkhólmi sem hefst klukkan 11. Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið, en fylgjast má með fréttamannafundinum neðst í fréttinni.Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að síðustu árin hafi klukkustundirnar áður en greint er frá verðlaunahafanum verið sérlega áhugaverðar. Þannig hafi stuðlar veðbanka á Tomas Tranströmer lækkað tilfinnanlega tímana áður en greint var frá því að hann hlyti verðlaunin árið 2011. Hið sama gerðir á síðasta ári þegar Frakkinn Patrick Modiano hlaut verðlaunin og hefur þetta vakið spurningar um hvort upplýsingum sé lekið úr Nóbelsnefndinni.Svetlana Alexievich.Vísir/AFPOfsóknir af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar Alexievich er 67 ára og hefur lengi starfað rannsóknarblaðamaður. Hún er hvað þekktust fyrir frásagnir sínar frá stríðinu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar og svo af Tsjernóbyl-slysinu árið 1986.Sjá einnig: Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Þrátt fyrir að hafa verið mikils metin á erlendri grundu hefur hún þurft að sæta ofsóknum af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar í heimalandinu. Árið 2000 yfirgaf hún landið og sneri ekki aftur til höfuðborgarinnar Minsk fyrr en árið 2011.Haruki Murakami.Vísir/AFPMurakami líklegur Japaninn Haruki Murakami þykir einnig, líkt og síðustu ár, líklegur til að fá verðlaunin. Bækur hans Norwegian Wood, Sunnan við mærin, vestur af sól og fleiri hafa skilað honum stórum hópi aðdáenda, en Murakami er þekktur fyrir að blanda hinu yfirnáttúrulega inn í frásagnir sínar. Keníski rithöfundurinn Ngũgĩ wa Thiong'o er einnig ofarlega á lista veðbanka, en líkt og Alexievich hafa samskipti hans við stjórnvöld í heimalandinu verið erfið. Þannig sat hann um tíma í fangelsi og hefur búið í Bretlandi og Bandaríkjunum allt frá árinu 1982. Bækur hans og leikrit hafa flest tekið á félagslegu óréttlæti í tengslum við nýlendustefnu. Hinn 56 ára Norðmaður, Jon Fosse, er í fjórða sæti hjá veðbönkum og hin bandaríska Joyce Carol Oates í því fimmta.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33 Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00 Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33
Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00
Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00