Erlent

Pútín skoraði sjö mörk í íshokkíleik á afmælinu sínu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pútín í essinu sínu á afmælinu í gær.
Pútín í essinu sínu á afmælinu í gær. vísir/getty
Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varð 63 ára í gær og hélt upp á daginn með því að spila íshokkíleik í borginni Sochi þar sem vetrarólympíuleikarnir 2014 fóru fram.

Kom forsetinn pökknum sjö sinnum í netið en stjörnulið hans vann áhugamannalið 15-10. Leikurinn var hluti af opinberum hátíðarhöldum vegna afmælis Pútíns og var sjónvarpað um allt Rússland, að því er fram kemur á vef Guardian.

Nokkrum klukkustundum áður en leikurinn hófst í gær höfðu rússnesk herskip skotið flugskeytum á stöðvar uppreisnarmanna í Sýrlandi.

Auknar hernaðaraðgerðir Rússa í Sýrlandi eru afar umdeildar og lýsti meðal annars Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, yfir áhyggjum af þeim á fundi NATO í Brussel í morgun.


Tengdar fréttir

Sprengjum varpað á óvini Assads forseta

Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×