Erlent

Enginn blettur í Peking óhultur fyrir öryggismyndavélum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Algeng sjón í Peking.
Algeng sjón í Peking. Vísir/Getty
Peking, höfuðborg Kína, er þakin öryggismyndavélum og nú er varla til sá staður sem ekki er tekinn upp af myndavélum kínverskra yfirvalda.

Almannaöryggisstofnun Peking-borgar hefur þétt net öryggismyndavéla í borginni vegna hinnar svokölluðu Gullnu viku sem eru árlegir frídagur í Kína. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að öryggismyndavélanet stofnunnar þekji 100% af borginni. Hefur fjöldi myndavéla aukist um 29% frá áramótum.

Um 4.300 lögreglumenn sjá um öryggismyndavélarnar en yfirvöld segjast leysa árlega meira en 1500 mál með hjálp myndavélanna. Eins og sjá á myndinni hér fyrir neðan er öryggismyndavélanetið ansi þétt en hver rauður punktur táknar myndavél.

Kort af Peking - Hver rauður punktur táknar öryggismyndavélChina Daily



Fleiri fréttir

Sjá meira


×