Viðskipti innlent

Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands

Ingvar Haraldsson skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Allt að 250 milljarðar króna gætu fengist fyrir P4, fjórða stærsta fjarskiptafyrirtæki Póllands.

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og gríski fjárfestingarsjóðurinn Tollerton hyggjast selja P4, fjórða stærsta fjarskiptafyrirtæki Póllands á allt að 7,5 milljarða pólskra slota, um 250 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef Reuters.

Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton sem er í eigu gríska fjárfestisins Panos Germanos.

Hvorugt félagið vildi tjá sig við Reuters um málið.

Heimildarmenn fréttastofunnar herma að salan muni gæti farið fram á fyrri helming næsta árs. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi sett sig í samband við fjárfestingabanka og séu að leita að ráðgjöfum til að sjá um söluna.

P4 er með 13 milljón viðskiptavini í Póllandi og 22 prósenta markaðshlutdeild.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×