Náttúran er mér í senn hvatning, efniviður og mótíf 7. október 2015 10:45 „Ég er oft spurð að því hvort ég lifi af því sem ég geri en svar mitt er að ég lifi ekki af því heldur fyrir það,“ segir Heidi. Fréttablaðið/Pjetur Lundar í holum, hestar á spretti og kindur í rétt blasa við á sýningu sem Heidi Strand opnar í Norræna húsinu klukkan hálf átta annað kvöld. Hún er textíllistakona. „Ég hef alla tíð skapað og mótað og afgangsgarnið hennar mömmu og efnisafgangar frænku voru mínar gullnámur,“ segir Hún. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er bara með ull í verkunum mínum. Þess vegna heitir sýningin 100% ull,“ útskýrir hún og segir náttúruna vera sér allt í senn hvatningu, efnivið og mótíf. Nýjasta verkið á sýningunni er einmitt veggteppi með fjárhópi sem tók hana marga mánuði að gera fríhendis, kind fyrir kind. Heidi er norsk, er gift Íslendingi og hefur búið á Íslandi í áratugi en dvelur að mestu í Danmörku nú um stundir. „Við hjónin búum bæði í Danmörku og hér. Maðurinn minn er þýðandi og getur unnið hvar sem er en mér líður betur úti vegna veðurfarsins. Ég var nefnilega lasin um tíma og þá fór ég að endurskoða allt.“ Hún kveðst hafa greinst með brjóstakrabbamein fyrir sex árum og verið hálfnuð í meðferð við því þegar annað mein uppgötvaðist í skjaldkirtlinum. „Þetta var dálítið stór skammtur og ég gat lítið gert lengi en núna fyrst finnst mér lífsgleðin vera komin aftur inn í mín verk. Ég hef unnið mikið í millitíðinni en var bara ekki í stuði andlega.“ Heidi hefur sýnt á öllum Norðurlöndunum og oft hér á landi áður. „Fyrir mörgum árum var stungið upp á því við mig að sýna í Norræna húsinu en ég hef aldrei beðið um það fyrr – nú var minn tími kominn,“ segir hún brosandi.Grand Finale nefnir Heidi þetta verk sem hún vann fríhendis, kind fyrir kind.Hún segist ekki hugsa mikið um hvað fólki finnist eða hvort hún geti selt. „Ég geri bara það sem mig langar út frá því sem ég er að pæla og því sem ég hef áður gert. Hlutir fylgja mér, fuglarnir hafa fylgt mér í áratugi og hestar og kindur líka. En ég kalla stóra kindaverkið Grand Finale því með því vil ég klára kindaþemað mitt sem er búið að fylgja mér frá því snemma á 10. áratugnum þegar ég fór í réttir á Suðurlandi með strákana mína.“ Hún kveðst þó hafa breytt vinnsluaðferðum frá því í byrjun, því fyrir tíu árum hafi hún lært að mála þæfingu úti í Danmörku. Það gefi miklu meiri möguleika. „Þá nota ég nálina sem pensil og ullina sem liti. Þannig vaxa teppin fram í höndunum á mér og öðru hverju legg ég þau á gólfið til að fá fjarlægð á þau. Ég er bara með þessa iðju á heimilinu og það er allt undirlagt. Það þarf mikla þolinmæði í kringum mig en maðurinn minn segir aldrei neitt. Ég tek líka til áður en hann kemur til mín í Danmörku!“ Oft kveðst Heidi vera spurð hversu langan tíma hvert verk taki. Svar hennar er fjórar til sex vinnuvikur. „Ákafinn var svo mikill einu sinni í vor að ég stakk nálinni í gegnum fingurinn á mér þannig að hún kom út hinum megin. Ég þurfti að tosa hana út. Fingurinn tvöfaldaðist og fylltist af blóði, ég hjólaði með hann þannig upp á slysavarðstofu í Kaupmannahöfn. Sem betur fer hljóp ekkert illt í sárið og ég er jafngóð. Ef af þessu má sjá að þetta er hættulegt starf.“Sýningin 100% ull verður opnuð klukkan hálf átta annað kvöld og síðar sama kvöld verða norrænu ljóðatónleikarnir Sagnir í Norræna húsinu með listrænum innsetningum eftir Heidi Strand. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Lundar í holum, hestar á spretti og kindur í rétt blasa við á sýningu sem Heidi Strand opnar í Norræna húsinu klukkan hálf átta annað kvöld. Hún er textíllistakona. „Ég hef alla tíð skapað og mótað og afgangsgarnið hennar mömmu og efnisafgangar frænku voru mínar gullnámur,“ segir Hún. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er bara með ull í verkunum mínum. Þess vegna heitir sýningin 100% ull,“ útskýrir hún og segir náttúruna vera sér allt í senn hvatningu, efnivið og mótíf. Nýjasta verkið á sýningunni er einmitt veggteppi með fjárhópi sem tók hana marga mánuði að gera fríhendis, kind fyrir kind. Heidi er norsk, er gift Íslendingi og hefur búið á Íslandi í áratugi en dvelur að mestu í Danmörku nú um stundir. „Við hjónin búum bæði í Danmörku og hér. Maðurinn minn er þýðandi og getur unnið hvar sem er en mér líður betur úti vegna veðurfarsins. Ég var nefnilega lasin um tíma og þá fór ég að endurskoða allt.“ Hún kveðst hafa greinst með brjóstakrabbamein fyrir sex árum og verið hálfnuð í meðferð við því þegar annað mein uppgötvaðist í skjaldkirtlinum. „Þetta var dálítið stór skammtur og ég gat lítið gert lengi en núna fyrst finnst mér lífsgleðin vera komin aftur inn í mín verk. Ég hef unnið mikið í millitíðinni en var bara ekki í stuði andlega.“ Heidi hefur sýnt á öllum Norðurlöndunum og oft hér á landi áður. „Fyrir mörgum árum var stungið upp á því við mig að sýna í Norræna húsinu en ég hef aldrei beðið um það fyrr – nú var minn tími kominn,“ segir hún brosandi.Grand Finale nefnir Heidi þetta verk sem hún vann fríhendis, kind fyrir kind.Hún segist ekki hugsa mikið um hvað fólki finnist eða hvort hún geti selt. „Ég geri bara það sem mig langar út frá því sem ég er að pæla og því sem ég hef áður gert. Hlutir fylgja mér, fuglarnir hafa fylgt mér í áratugi og hestar og kindur líka. En ég kalla stóra kindaverkið Grand Finale því með því vil ég klára kindaþemað mitt sem er búið að fylgja mér frá því snemma á 10. áratugnum þegar ég fór í réttir á Suðurlandi með strákana mína.“ Hún kveðst þó hafa breytt vinnsluaðferðum frá því í byrjun, því fyrir tíu árum hafi hún lært að mála þæfingu úti í Danmörku. Það gefi miklu meiri möguleika. „Þá nota ég nálina sem pensil og ullina sem liti. Þannig vaxa teppin fram í höndunum á mér og öðru hverju legg ég þau á gólfið til að fá fjarlægð á þau. Ég er bara með þessa iðju á heimilinu og það er allt undirlagt. Það þarf mikla þolinmæði í kringum mig en maðurinn minn segir aldrei neitt. Ég tek líka til áður en hann kemur til mín í Danmörku!“ Oft kveðst Heidi vera spurð hversu langan tíma hvert verk taki. Svar hennar er fjórar til sex vinnuvikur. „Ákafinn var svo mikill einu sinni í vor að ég stakk nálinni í gegnum fingurinn á mér þannig að hún kom út hinum megin. Ég þurfti að tosa hana út. Fingurinn tvöfaldaðist og fylltist af blóði, ég hjólaði með hann þannig upp á slysavarðstofu í Kaupmannahöfn. Sem betur fer hljóp ekkert illt í sárið og ég er jafngóð. Ef af þessu má sjá að þetta er hættulegt starf.“Sýningin 100% ull verður opnuð klukkan hálf átta annað kvöld og síðar sama kvöld verða norrænu ljóðatónleikarnir Sagnir í Norræna húsinu með listrænum innsetningum eftir Heidi Strand.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið