Menning

Speglar, þvottar, ástir og ölvun

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Minning Svövu Jakobsdóttur verður heiðruð í kvöld við Alþingishúsið.
Minning Svövu Jakobsdóttur verður heiðruð í kvöld við Alþingishúsið.
Bókmenntaganga verður farin frá Alþingishúsinu um slóðir skáldkvenna í Reykjavík í kvöld en byrjað verður á að afhjúpa nýja bókmenntamerkingu til heiðurs Svövu Jakobsdóttur klukkan 17.15.

Hvort tveggja er gert í tilefni af lestrar­hátíð í Bókmenntaborg.

Í göngunni verður minnst kvenna sem þegar hafa verið merktar húsum í miðbænum og við sögu koma speglar, þvottar, ástir og ölvun.

Gangan tekur um það bil 90 mínútur. Leiðsögukonur verða þær María Þórðardóttir leikkona og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.