Lögreglumenn eru æfir yfir stöðunni í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna (LL, SLFÍ og SFR) og ríkisins en upp úr viðræðum slitnaði í gær.
Í tilkynningu frá Lögreglufélagi Reykjavíkur segir að þolinmæði lögreglumanna sé á þrotum. Þá lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af velferð lögreglumanna en nýr fundur í kjaradeilunni hefur ekki verið boðaður.
Í tilkynningu frá SFR af sama tilefni segir að samningamenn ríkisins hafi mætt á fundinn án samningaumboðs frá fjármálaráðherra.
Þolinmæði lögreglumanna á þrotum
Tengdar fréttir
Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund
Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október.