Hólmar: Tekur á sálina að vera alltaf í botnbaráttu Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 15:00 Hólmar Örn á æfingunni fyrr í dag. Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er frábær, maður er búinn að stefna að þessu lengi og það er frábært að vera kominn aftur inn í hópinn,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Rosenborg, á landsliðsæfingu í dag. „Þetta tímabil er búið að ganga hrikalega vel hjá okkur í Rosenborg og mér hefur sennilega aldrei liðið jafn vel sem atvinnumaður svo ég kem inn í þetta fullur sjálfstrausts.“ Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á EM en framundan eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Þrátt fyrir það eru allir leikmenn liðsins einbeittir á að ná sex stigum.Hólmar í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/getty„Þetta eru mikilvægir leikir upp á styrkleikaflokkana fyrir næsta sumar og við ætlum okkur að taka sex stig úr þessum leikjum. Við viljum vera eins ofarlega og hægt er þegar dregið verður í riðlana í von um að fá kannski auðveldari andstæðinga næsta sumar.“ Hólmar vonast til þess að fá einhver tækifæri í leikjunum en hann hefur leikið einn leik fyrir íslenska landsliðið. „Ég vonast til þess að fá tækifæri til að sýna mig og sanna en þeir eru ekkert að fara út í einhverja tilraunastarfsemi. Þeir munu væntanlega spila á svipuðu liði en vonandi fær maður tækifæri.“Hólmar Örn í æfingarleik gegn Dortmund er hann var í herbúðum Bochum.Vísir/GettyTekur á sálina að vera í fallbaráttu Hólmar Örn er á sínu öðru tímabili í herbúðum Rosenborg en hann gekk til liðs við norska félagið frá þýska félaginu Bochum. „Þetta er þvílíkur munur, þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er að berjast um titla. Ég hef verið mikið í fallbaráttu og það tekur á sálina en pressan hjá Rosenborg er önnur og betri. Það er ætlast til að maður vinni alla leiki og það smitast út í alla í liðinu. Það eru allir að stefna að því sama er hrikalega gaman að taka þátt í þessu.“ Hólmar sagði að dvölin í Noregi hefði gengið betur en hann hefði þorað að vona. „Þegar ég kem til Noregs í fyrra er félagið í 5. sæti á miklu vonbrigða tímabili en við náðum að vinna 10 af 11 síðustu leikjunum og náðum Evrópusæti. Við það kom mikil eftirvænting fyrir næsta tímabili sem við byrjuðum mjög vel og hefur gengið vel. Við erum í toppsætinu, í úrslitum bikarsins og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem er betra en ég þorði að vona.“Hólmar og félagar í Rosenborg mættu KR í sumar.Vísir/ValliEnga trú á öðru en að við klárum þetta Rosenborg getur tryggt titilinn í næstu umferð fari svo að Stabæk tapi á sama tíma og Rosenborg vinnur en Rosenborg þarf aðeins 5 stig úr síðustu 4 leikjunum. „Við þurfum að tapa þremur leikjum af fjórum til þess að tapa þessu. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé notaleg staða og ég hef enga trú á öðru en að við klárum þetta.“ Matthías Vilhjálmsson hefur komið af krafti inn í lið Rosenborg eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Start. „Hann hefur verið óheppinn að þurfa mikið að spila út úr stöðu en hann hefur leyst það vel. Hann hefur verið fremstur, á miðjunni og í hafsentinum með mér og hann hefur leyst það vel. Hann verður lykilmaður í Rosenborg á næstu árum,“ sagði Hólmar sem segir Matthías stefna á landsliðið. „Hann vill vera hérna, það er ekkert leyndarmál en hann var ánægður fyrir mína hönd og ætlar að koma sér inn í þetta seinna,“ sagði Hólmar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Tilfinningin er frábær, maður er búinn að stefna að þessu lengi og það er frábært að vera kominn aftur inn í hópinn,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Rosenborg, á landsliðsæfingu í dag. „Þetta tímabil er búið að ganga hrikalega vel hjá okkur í Rosenborg og mér hefur sennilega aldrei liðið jafn vel sem atvinnumaður svo ég kem inn í þetta fullur sjálfstrausts.“ Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á EM en framundan eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Þrátt fyrir það eru allir leikmenn liðsins einbeittir á að ná sex stigum.Hólmar í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/getty„Þetta eru mikilvægir leikir upp á styrkleikaflokkana fyrir næsta sumar og við ætlum okkur að taka sex stig úr þessum leikjum. Við viljum vera eins ofarlega og hægt er þegar dregið verður í riðlana í von um að fá kannski auðveldari andstæðinga næsta sumar.“ Hólmar vonast til þess að fá einhver tækifæri í leikjunum en hann hefur leikið einn leik fyrir íslenska landsliðið. „Ég vonast til þess að fá tækifæri til að sýna mig og sanna en þeir eru ekkert að fara út í einhverja tilraunastarfsemi. Þeir munu væntanlega spila á svipuðu liði en vonandi fær maður tækifæri.“Hólmar Örn í æfingarleik gegn Dortmund er hann var í herbúðum Bochum.Vísir/GettyTekur á sálina að vera í fallbaráttu Hólmar Örn er á sínu öðru tímabili í herbúðum Rosenborg en hann gekk til liðs við norska félagið frá þýska félaginu Bochum. „Þetta er þvílíkur munur, þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er að berjast um titla. Ég hef verið mikið í fallbaráttu og það tekur á sálina en pressan hjá Rosenborg er önnur og betri. Það er ætlast til að maður vinni alla leiki og það smitast út í alla í liðinu. Það eru allir að stefna að því sama er hrikalega gaman að taka þátt í þessu.“ Hólmar sagði að dvölin í Noregi hefði gengið betur en hann hefði þorað að vona. „Þegar ég kem til Noregs í fyrra er félagið í 5. sæti á miklu vonbrigða tímabili en við náðum að vinna 10 af 11 síðustu leikjunum og náðum Evrópusæti. Við það kom mikil eftirvænting fyrir næsta tímabili sem við byrjuðum mjög vel og hefur gengið vel. Við erum í toppsætinu, í úrslitum bikarsins og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem er betra en ég þorði að vona.“Hólmar og félagar í Rosenborg mættu KR í sumar.Vísir/ValliEnga trú á öðru en að við klárum þetta Rosenborg getur tryggt titilinn í næstu umferð fari svo að Stabæk tapi á sama tíma og Rosenborg vinnur en Rosenborg þarf aðeins 5 stig úr síðustu 4 leikjunum. „Við þurfum að tapa þremur leikjum af fjórum til þess að tapa þessu. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé notaleg staða og ég hef enga trú á öðru en að við klárum þetta.“ Matthías Vilhjálmsson hefur komið af krafti inn í lið Rosenborg eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Start. „Hann hefur verið óheppinn að þurfa mikið að spila út úr stöðu en hann hefur leyst það vel. Hann hefur verið fremstur, á miðjunni og í hafsentinum með mér og hann hefur leyst það vel. Hann verður lykilmaður í Rosenborg á næstu árum,“ sagði Hólmar sem segir Matthías stefna á landsliðið. „Hann vill vera hérna, það er ekkert leyndarmál en hann var ánægður fyrir mína hönd og ætlar að koma sér inn í þetta seinna,“ sagði Hólmar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira