Erlent

Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfandi ríkisstjóri Oregon, Kim Brown, tekur utan um sjúkraflutingakonu sem var á vettvangi þar sem Mercer myrti níu manns.
Starfandi ríkisstjóri Oregon, Kim Brown, tekur utan um sjúkraflutingakonu sem var á vettvangi þar sem Mercer myrti níu manns. VísirEPA/AFP
Yfirvöld í Oregon í Bandaríkjunum segja nú að Chris Mercer, sem myrti níu manns í skotárás í háskóla þar í fyrradag, hafi framið sjálfsvíg. Áður hafði því verið haldið fram að hann hefði fallið í skotbardaga við lögregluþjóna. Í blaðamannafundi nú í kvöld kom einnig í ljós að fjórtán skotvopn hafi fundist á heimili Mercer.

Amma ungrar konu sem særðist í árás Mercer, segir að hann hafi hlíft einum nemenda og beðið hann um að koma pakka til lögreglunnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur það ekki fengist staðfest af lögreglu, sem segir þó að Mercer hafi skilið eftir sig nokkra síðna yfirlýsingu.

Fórnarlömb Mercer voru á aldrinum 18 til 67 ára. Hann gekk inn í skólastofu og hóf skothríð sína með því að skjóta kennara til bana. Þá er hann sagður hafa spurt fórnarlömb sín út í trú þeirra, áður en hann myrti þau.


Tengdar fréttir

Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið

Bandaríkjaforseti segist engin völd hafa til að breyta byssulögum. Meðan þing og ríkisstjórar vilji engu breyta megi búast við fleiri skotárásum og fjöldamorðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×