Norrænir tónar í öndvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2015 08:00 Tríó DaNoIs spilar meðal annars nýtt verk eftir norska tónskáldið Morten Gaathaug á morgun. Uldis Muzikants Art Museum Riga Bourse „Við búum dreift og tökum því tónleikahaldið í skorpum,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, píanókennari í Borgarnesi, um spilamennsku Trio DaNoIs sem hún, hin danska Pernille Kaarslev og Norðmaðurinn Morten Fagerli skipa. Tríóið heldur tónleika í Háteigskirkju á morgun klukkan 16, var með eina í Borgarnesi á fimmtudag og tvenna í Danmörku í vikunni. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir Edvard Grieg, Pál Ísólfsson, Carl Nielsen og Christian Sinding. „Við höfum fengið tvö tónskáld til að semja fyrir okkur, Tryggva Baldvinsson og hinn norska Morten Gaathaug. Verkið hans Mortens verður frumflutt hér á Íslandi á morgun en við erum búin að spila það á hinum Norðurlöndunum,“ segir Jónína. Tónlistarfólkið kynntist við nám við Griegakademiet í Bergen á 10. áratugnum. Kaarslev spilar á horn, hún býr og starfar í Bergen, Fagerli er píanóleikari eins og Jónína og býr í Ósló. Jónína segir tríóið hafa fengið jákvæð viðbrögð hjá áheyrendum. „Samsetningin er dálítið sérstök en býður upp á fjölbreytni og píanóleikurinn verður kraftmikill, þegar við spilum fjórhent,“ segir hún. „Svo kynnum við alltaf verkin á líflegan hátt.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við búum dreift og tökum því tónleikahaldið í skorpum,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, píanókennari í Borgarnesi, um spilamennsku Trio DaNoIs sem hún, hin danska Pernille Kaarslev og Norðmaðurinn Morten Fagerli skipa. Tríóið heldur tónleika í Háteigskirkju á morgun klukkan 16, var með eina í Borgarnesi á fimmtudag og tvenna í Danmörku í vikunni. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir Edvard Grieg, Pál Ísólfsson, Carl Nielsen og Christian Sinding. „Við höfum fengið tvö tónskáld til að semja fyrir okkur, Tryggva Baldvinsson og hinn norska Morten Gaathaug. Verkið hans Mortens verður frumflutt hér á Íslandi á morgun en við erum búin að spila það á hinum Norðurlöndunum,“ segir Jónína. Tónlistarfólkið kynntist við nám við Griegakademiet í Bergen á 10. áratugnum. Kaarslev spilar á horn, hún býr og starfar í Bergen, Fagerli er píanóleikari eins og Jónína og býr í Ósló. Jónína segir tríóið hafa fengið jákvæð viðbrögð hjá áheyrendum. „Samsetningin er dálítið sérstök en býður upp á fjölbreytni og píanóleikurinn verður kraftmikill, þegar við spilum fjórhent,“ segir hún. „Svo kynnum við alltaf verkin á líflegan hátt.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira