Handbolti

Rutenka farinn frá Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rutenka er hugsanlega á leið til Katar.
Rutenka er hugsanlega á leið til Katar. vísir/epa
Barcelona hefur leyst handboltamanninn Siarhei Rutenka undan samningi við félagið.

Rutenka, sem er 34 ára, lék með Barcelona í sex ár en hann kom til Katalóníuliðsins frá Ciudad Real árið 2009.

Rutenka varð fimm sinnum spænskur meistari með Barcelona, fjórum sinnum bikarmeistari, auk þess sem hann vann Meistaradeild Evrópu í tvígang með liðinu. Rutenka var samherji Guðjóns Vals Sigurðssonar síðasta tímabilið sitt hjá Barcelona.

Spænska blaðið Marca hefur orðað Rutenka við lið í Katar en óvíst er hvert næsta skref hans á ferlinum verður.

Rutenka hefur leikið fyrir tvö landslið; heimalandið Hvíta-Rússland og svo Slóveníu þar sem hann lék um tíma, fyrst með Velenje og svo Celje. Hann er einnig með spænskt ríkisfang en lék þó aldrei með spænska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×